Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna óeðlilegs þarmainnihalds, eins og barnabiks hjá ungbörnum (tjörukenndur, slímugur, svargrænn saur nýfædds barns) og samgróninga. Garnaflækja í botn-, þver- eða sveigristli verður oftast í fullorðnum með minni háttar galla í ristlinum, eins og harðlífi og óþarflega langan eða illa festan ristil. Garnaflækja tengd ristli er algengust meðal miðaldra og eldri karla.



Garnaflækja myndast þegar lykkja á meltingarveginum snýr upp á sig. Einkennin geta stafað af tvennu. Annars vegar myndast teppa eða fyrirstaða í meltingarveginum sem getur leitt til glennu í kviðnum og uppkasta. Hins vegar getur garnaflækja leitt til truflunar á blóðflæði til þess hluta sem er handan flækjunnar.

Garnaflækja er sársaukafull og veldur skemmdum sem versna eftir því sem loft og vökvi safnast fyrir í stíflaða hlutanum. Á endanum getur þetta leitt til dreps í þarmaveggnum, súrnunar líkamsvökva og dauða ef ekki er gripið inn í.

Það eru engar sérstakar líkur á að þessi náungi fái garnaflækju af því einu að rúlla sér niður brekkuna.

Bráð garnaflækja krefst skjótra viðbragða, þar sem framkvæmd er skurðaðgerð til að leysa flækjuna og jafnvel fjarlægður hluti sem hefur skemmst varanlega.

Af framansögðu er ljóst að svarið við spurningunni er nei. Garnaflækja stafar af innri þáttum í meltingarveginum, en ekki snúningshreyfingum líkamans alls.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

23.9.2009

Spyrjandi

Freyja Oddsdóttir, Rúnar Logi Ingólfsson Hafberg, Kristín Bjarnadóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Logi Karlsson, Hjörtur Sigurðsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?“ Vísindavefurinn, 23. september 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30757.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2009, 23. september). Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30757

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30757>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?
Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna óeðlilegs þarmainnihalds, eins og barnabiks hjá ungbörnum (tjörukenndur, slímugur, svargrænn saur nýfædds barns) og samgróninga. Garnaflækja í botn-, þver- eða sveigristli verður oftast í fullorðnum með minni háttar galla í ristlinum, eins og harðlífi og óþarflega langan eða illa festan ristil. Garnaflækja tengd ristli er algengust meðal miðaldra og eldri karla.



Garnaflækja myndast þegar lykkja á meltingarveginum snýr upp á sig. Einkennin geta stafað af tvennu. Annars vegar myndast teppa eða fyrirstaða í meltingarveginum sem getur leitt til glennu í kviðnum og uppkasta. Hins vegar getur garnaflækja leitt til truflunar á blóðflæði til þess hluta sem er handan flækjunnar.

Garnaflækja er sársaukafull og veldur skemmdum sem versna eftir því sem loft og vökvi safnast fyrir í stíflaða hlutanum. Á endanum getur þetta leitt til dreps í þarmaveggnum, súrnunar líkamsvökva og dauða ef ekki er gripið inn í.

Það eru engar sérstakar líkur á að þessi náungi fái garnaflækju af því einu að rúlla sér niður brekkuna.

Bráð garnaflækja krefst skjótra viðbragða, þar sem framkvæmd er skurðaðgerð til að leysa flækjuna og jafnvel fjarlægður hluti sem hefur skemmst varanlega.

Af framansögðu er ljóst að svarið við spurningunni er nei. Garnaflækja stafar af innri þáttum í meltingarveginum, en ekki snúningshreyfingum líkamans alls.

Heimildir og myndir:...