Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr átti hver maður sinn ask til að borða úr. Líkingin er fengin frá þeirri athöfn þegar mönnum var skammtað í askana við hvert mál.

Ekki hefur bókvit alltaf verið notað í jákvæðri merkingu. Í Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540 stendur í Postulasögunni (26. kafla, 24. vers). „Óður ertu vorðinn, Páll. Þitt mikla bókvit gjörir þig óðan.” Talað var um að sjaldan færi saman bókvit og búvit, þ.e. sá sem liggur í bókum verður seint góður bóndi. Guðmundur Friðjónsson rithöfundur og bóndi taldi þó að þetta tvennt gæti farið saman ef „elja og nýtni - tímanýtni og vinnuelja - er við höfð” (Ritsafn VII:71).

Mynd: Þjóðminjasafnið

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.1.2003

Spyrjandi

Erla Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2003, sótt 22. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3076.

Guðrún Kvaran. (2003, 28. janúar). Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3076

Guðrún Kvaran. „Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2003. Vefsíða. 22. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3076>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?
Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr átti hver maður sinn ask til að borða úr. Líkingin er fengin frá þeirri athöfn þegar mönnum var skammtað í askana við hvert mál.

Ekki hefur bókvit alltaf verið notað í jákvæðri merkingu. Í Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540 stendur í Postulasögunni (26. kafla, 24. vers). „Óður ertu vorðinn, Páll. Þitt mikla bókvit gjörir þig óðan.” Talað var um að sjaldan færi saman bókvit og búvit, þ.e. sá sem liggur í bókum verður seint góður bóndi. Guðmundur Friðjónsson rithöfundur og bóndi taldi þó að þetta tvennt gæti farið saman ef „elja og nýtni - tímanýtni og vinnuelja - er við höfð” (Ritsafn VII:71).

Mynd: Þjóðminjasafnið...