Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af köttum?

ÞV



Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum eiginleikum. En í líffræði er talað um að tvær lífverur séu af sömu tegund ef þær geta æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi. Í stað þess að tala um tegundir hunda er því réttara að tala um hundakyn. Í svari Páls er getið um nokkra fyrirvara eða skýringar á því að hundar geta æxlast innbyrðis.

Allt þetta á alveg eins við um ketti. Allir kettir eru ein tegund en hins vegar eru til mörg kattakyn. Slík kyn, deilitegundir eða afbrigði eru oft ekki sérlega vel skilgreind og því ekki þess að vænta að til sé ákveðin tala um hversu mörg þau séu.

Hægt er að lesa meira um ketti með því að smella á efnisorðið „kettir“ á eftir svarinu.

Mynd unnin úr myndum af vefsetrinu: Cat Images by Alan R.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.1.2003

Spyrjandi

Anna Gyða Sigurgísladóttir, f. 1990

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru til margar tegundir af köttum?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2003, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3085.

ÞV. (2003, 30. janúar). Hvað eru til margar tegundir af köttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3085

ÞV. „Hvað eru til margar tegundir af köttum?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2003. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3085>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af köttum?


Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum eiginleikum. En í líffræði er talað um að tvær lífverur séu af sömu tegund ef þær geta æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi. Í stað þess að tala um tegundir hunda er því réttara að tala um hundakyn. Í svari Páls er getið um nokkra fyrirvara eða skýringar á því að hundar geta æxlast innbyrðis.

Allt þetta á alveg eins við um ketti. Allir kettir eru ein tegund en hins vegar eru til mörg kattakyn. Slík kyn, deilitegundir eða afbrigði eru oft ekki sérlega vel skilgreind og því ekki þess að vænta að til sé ákveðin tala um hversu mörg þau séu.

Hægt er að lesa meira um ketti með því að smella á efnisorðið „kettir“ á eftir svarinu.

Mynd unnin úr myndum af vefsetrinu: Cat Images by Alan R....