Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Er hægt að frysta eld?

ÞV

Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand.

Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til og kviknar ekki einu sinni aftur af sjálfu sér ef við þíðum efnin.

Svarið er sem sagt einkum það að ekki er hægt að tala um að frysta eld frekar en að frysta ljóð eða orð.

En kannski á spyrjandi við það hvort hægt sé að slökkva eld með frystingu. Þá er því til að svara að hitastig loftsins í kring getur haft einhver áhrif á eld en ekki mikil. Eftir að eldurinn hefur náð sér á strik getur hann logað glatt þó að kalt sé í lofti. Þetta sjáum við til dæmis á áramótabrennum.

Eldur þarf hins vegar súrefni eða loft til að loga áfram. Ef við tækjum logandi kerti og settum það inn í frystikistu þá mundi fljótlega slokkna á því eftir að við lokum kistunni, vegna þess að kistan er væntanlega sæmilega loftþétt og súrefnið sem var inni í henni í fyrstu er fljótt að eyðast.

Varðandi eld og loga er fróðlegt að kynna sér svör Ágústs Kvarans við eftirtöldum spurningum:Enn fleiri svör koma upp ef smellt er til að mynda á efnisorðin "eldur" og "logi" hér á eftir.

Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.1.2003

Spyrjandi

Aron Jóhannesson, f. 1991

Tilvísun

ÞV. „Er hægt að frysta eld?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2003. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3086.

ÞV. (2003, 30. janúar). Er hægt að frysta eld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3086

ÞV. „Er hægt að frysta eld?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2003. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3086>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að frysta eld?
Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand.

Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til og kviknar ekki einu sinni aftur af sjálfu sér ef við þíðum efnin.

Svarið er sem sagt einkum það að ekki er hægt að tala um að frysta eld frekar en að frysta ljóð eða orð.

En kannski á spyrjandi við það hvort hægt sé að slökkva eld með frystingu. Þá er því til að svara að hitastig loftsins í kring getur haft einhver áhrif á eld en ekki mikil. Eftir að eldurinn hefur náð sér á strik getur hann logað glatt þó að kalt sé í lofti. Þetta sjáum við til dæmis á áramótabrennum.

Eldur þarf hins vegar súrefni eða loft til að loga áfram. Ef við tækjum logandi kerti og settum það inn í frystikistu þá mundi fljótlega slokkna á því eftir að við lokum kistunni, vegna þess að kistan er væntanlega sæmilega loftþétt og súrefnið sem var inni í henni í fyrstu er fljótt að eyðast.

Varðandi eld og loga er fróðlegt að kynna sér svör Ágústs Kvarans við eftirtöldum spurningum:Enn fleiri svör koma upp ef smellt er til að mynda á efnisorðin "eldur" og "logi" hér á eftir.

Mynd: HB...