Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?

Valgarður Stefánsson

Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Ítalíu eru einnig mörg háhitasvæði og þau eru oft nýtt til raforkuvinnslu.

Í flestum löndum heims er að finna jarðhitasvæði þar sem hitinn á jarðhitavatninu er undir suðumarki. Við köllum þess konar svæði lághitasvæði og mestur hluti jarðhitavinnslunnar á Íslandi kemur frá lághitasvæðum. Lághitasvæði heimsins eru vissulega í eldfjallalöndum en einnig í löndum þar sem eldfjöll eru ekki virk lengur. Oft er hægt að finna heitt vatn í þykkum setlögum í þessum löndum.

Kraftmestu jarðhitasvæði heims.

Evrópulönd sem nota lághita til upphitunar eru til dæmis Litháen, Pólland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Makedónía, Serbía, Króatía, Grikkland, Ítalía og Frakkland. Utan Evrópu eru það helst Kínverjar og Japanir sem hafa verið duglegir við að nota lághita til upphitunar og til baða.

Á síðustu áratugum hafa varmadælur orðið nokkuð vinsælar við upphitun húsa víðsvegar um heim, en ekki á Íslandi. Varmadælur eru til dæmis notaðar í kæliskápum en þá er varma dælt út úr kæliskápnum í eldhúsið sem hitnar við þetta. Svona dælur má líka nota til þess að dæla varma úr jörðinni inn í húsin okkar. Þessi hitunaraðferð er orðin nokkuð almenn í löndum eins og Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð. Með þessu móti er hægt að nota tiltölulega lágt hitastig í jörðinni til þess að hita upp hús og ekki er beinlínis þörf á að hafa aðgang að eiginlegum jarðhitasvæðum eins og við eigum að venjast.

Á háhitasvæðum heims eru núna jarðgufustöðvar sem framleiða um 8000 MW af rafafli. Mesta raforkuframleiðslan er í Bandaríkjunum og Filippseyjum, um 2000 MW í hvoru landi. Veruleg raforkuvinnsla er einnig á Ítalíu, Mexíkó, Indónesíu, Japan og Nýja-Sjálandi.

Uppsett afl í jarðgufustöðvum á Íslandi er 170 MW og er Ísland í áttunda sæti á þessu sviði. Hins vegar er Ísland í fjórða sæti á heimslistanum í notkun jarðhita til upphitunar. Uppsett varmaafl í jarðhita á Íslandi er um 1500 MW, en alls er talið að um 15000 MW í jarðvarmaafli séu virkjuð í heiminum núna (2003). Aðeins Kína, Japan og Bandaríkin nota meiri jarðhita til upphitunar en við Íslendingar. En ef jarðhitanotkunin væri miðuð við höfðatölu værum við auðvitað margfaldir heimsmeistarar.


Mynd: GEO - Geothermal Education Office

Höfundur

eðlisfræðingur

Útgáfudagur

31.1.2003

Síðast uppfært

9.3.2021

Spyrjandi

Sigríður Stefánsdóttir

Tilvísun

Valgarður Stefánsson. „Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2003, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3088.

Valgarður Stefánsson. (2003, 31. janúar). Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3088

Valgarður Stefánsson. „Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2003. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3088>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Ítalíu eru einnig mörg háhitasvæði og þau eru oft nýtt til raforkuvinnslu.

Í flestum löndum heims er að finna jarðhitasvæði þar sem hitinn á jarðhitavatninu er undir suðumarki. Við köllum þess konar svæði lághitasvæði og mestur hluti jarðhitavinnslunnar á Íslandi kemur frá lághitasvæðum. Lághitasvæði heimsins eru vissulega í eldfjallalöndum en einnig í löndum þar sem eldfjöll eru ekki virk lengur. Oft er hægt að finna heitt vatn í þykkum setlögum í þessum löndum.

Kraftmestu jarðhitasvæði heims.

Evrópulönd sem nota lághita til upphitunar eru til dæmis Litháen, Pólland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Makedónía, Serbía, Króatía, Grikkland, Ítalía og Frakkland. Utan Evrópu eru það helst Kínverjar og Japanir sem hafa verið duglegir við að nota lághita til upphitunar og til baða.

Á síðustu áratugum hafa varmadælur orðið nokkuð vinsælar við upphitun húsa víðsvegar um heim, en ekki á Íslandi. Varmadælur eru til dæmis notaðar í kæliskápum en þá er varma dælt út úr kæliskápnum í eldhúsið sem hitnar við þetta. Svona dælur má líka nota til þess að dæla varma úr jörðinni inn í húsin okkar. Þessi hitunaraðferð er orðin nokkuð almenn í löndum eins og Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð. Með þessu móti er hægt að nota tiltölulega lágt hitastig í jörðinni til þess að hita upp hús og ekki er beinlínis þörf á að hafa aðgang að eiginlegum jarðhitasvæðum eins og við eigum að venjast.

Á háhitasvæðum heims eru núna jarðgufustöðvar sem framleiða um 8000 MW af rafafli. Mesta raforkuframleiðslan er í Bandaríkjunum og Filippseyjum, um 2000 MW í hvoru landi. Veruleg raforkuvinnsla er einnig á Ítalíu, Mexíkó, Indónesíu, Japan og Nýja-Sjálandi.

Uppsett afl í jarðgufustöðvum á Íslandi er 170 MW og er Ísland í áttunda sæti á þessu sviði. Hins vegar er Ísland í fjórða sæti á heimslistanum í notkun jarðhita til upphitunar. Uppsett varmaafl í jarðhita á Íslandi er um 1500 MW, en alls er talið að um 15000 MW í jarðvarmaafli séu virkjuð í heiminum núna (2003). Aðeins Kína, Japan og Bandaríkin nota meiri jarðhita til upphitunar en við Íslendingar. En ef jarðhitanotkunin væri miðuð við höfðatölu værum við auðvitað margfaldir heimsmeistarar.


Mynd: GEO - Geothermal Education Office

...