Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers vegna synda hvalir upp á land?

Jón Már Halldórsson




Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Globicephala melas) stranda hinsvegar hlutfallslega oft, sér í lagi á svæðum þar sem þeir eru algengari en aðrar tegundir hvala. Sjaldgæft er að stórhvalir, svo sem reyðarhvalir, strandi en algengara er að búrhvalir syndi eða reki á land. Hópstrand er því mun algengara hjá tannhvölum en skíðishvölum




Þegar líkamsástand strandaðra hvala er skoðað virðist það vera gott hjá langflestum þeirra og stundum hjá öllum. Margar kenningar hafa komið fram um hvers vegna hvalir synda upp á land, sem beinast að félagslegri hegðun þeirra. Tannhvalir nota bergmálsmiðun til að átta sig á umhverfinu og sú tækni getur brenglast. Ef forystudýrið missir ratskyn sitt, vegna sjúkleika eða annars, er mögulegt að hinir hvalirnir fylgi því þá í blindni upp á land eða annað. Um samkennd með sjúku dýri gæti einnig verið að ræða, en þeirri tilgátu vísa raunar flestir vísindamenn alfarið á bug.

Sjávarlíffræðingar hafa sett fram fleiri kenningar um ástæður hópstrands hvala. Vinsælast hefur verið að beina athyglinni að ratskyninu, bergmálsmiðuninni, og þá talið að það hafi á einhvern hátt laskast, annað hvort vegna sjúkdóms eða sníkjudýrs. Við það myndu hvalir tapa skynjun á dýpt sem gæti leitt til þess að þeir villist upp á grynningar.

Önnur kenning, og ekki mjög sannfærandi, hljóðar á þá leið að hvalirnir séu að elta bráð, til dæmis smáfiskatorfu, og gái ekki að sér fyrr en þeir hafa synd í strand. En þegar strandaðir hvalir hafa verið krufnir hafa magar þeirra reynst vera tómir. Auk þess er venjulega fæðu þeirra ekki að finna á þessum grunnu svæðum.

Eins og lesa má úr þessu svari er ekki nægjanlega vitað hvað veldur því að hvalir synda í strand. Að öllum líkindum liggja margar ástæður að baki. Athyglisvert tilvik má þó nefna sem varð við Bahama-eyjar fyrir nokkrum árum. Deild úr flota Bandaríkjahers var við æfingar þar og einn liður æfingarinnar fólst í að beita hljóðsjárduflum (e. sonar buoys). Bylgjurnar sem tækin gáfu frá sér virðast hafa truflað skynjun hvala sem voru á þessum slóðum, þar á meðal ratskyn. Fjórtán hvalir sigldu í strand þennan sama dag skammt frá þeim slóðum þar sem hljóðsjárduflin voru, átta þeirra drápust en sex var bjargað. Heimamenn á Bahama-eyjum segja slíkt strand afar sjaldgæft og því sjá menn tengsl við notkun þessara tækja og hvalastrandsins sem gerðist sama dag og skammt frá þar sem duflunum var komið fyrir í sjónum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.2.2003

Spyrjandi

Rakel Brynjólfsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna synda hvalir upp á land?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3091.

Jón Már Halldórsson. (2003, 3. febrúar). Hvers vegna synda hvalir upp á land? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3091

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna synda hvalir upp á land?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3091>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna synda hvalir upp á land?



Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Globicephala melas) stranda hinsvegar hlutfallslega oft, sér í lagi á svæðum þar sem þeir eru algengari en aðrar tegundir hvala. Sjaldgæft er að stórhvalir, svo sem reyðarhvalir, strandi en algengara er að búrhvalir syndi eða reki á land. Hópstrand er því mun algengara hjá tannhvölum en skíðishvölum




Þegar líkamsástand strandaðra hvala er skoðað virðist það vera gott hjá langflestum þeirra og stundum hjá öllum. Margar kenningar hafa komið fram um hvers vegna hvalir synda upp á land, sem beinast að félagslegri hegðun þeirra. Tannhvalir nota bergmálsmiðun til að átta sig á umhverfinu og sú tækni getur brenglast. Ef forystudýrið missir ratskyn sitt, vegna sjúkleika eða annars, er mögulegt að hinir hvalirnir fylgi því þá í blindni upp á land eða annað. Um samkennd með sjúku dýri gæti einnig verið að ræða, en þeirri tilgátu vísa raunar flestir vísindamenn alfarið á bug.

Sjávarlíffræðingar hafa sett fram fleiri kenningar um ástæður hópstrands hvala. Vinsælast hefur verið að beina athyglinni að ratskyninu, bergmálsmiðuninni, og þá talið að það hafi á einhvern hátt laskast, annað hvort vegna sjúkdóms eða sníkjudýrs. Við það myndu hvalir tapa skynjun á dýpt sem gæti leitt til þess að þeir villist upp á grynningar.

Önnur kenning, og ekki mjög sannfærandi, hljóðar á þá leið að hvalirnir séu að elta bráð, til dæmis smáfiskatorfu, og gái ekki að sér fyrr en þeir hafa synd í strand. En þegar strandaðir hvalir hafa verið krufnir hafa magar þeirra reynst vera tómir. Auk þess er venjulega fæðu þeirra ekki að finna á þessum grunnu svæðum.

Eins og lesa má úr þessu svari er ekki nægjanlega vitað hvað veldur því að hvalir synda í strand. Að öllum líkindum liggja margar ástæður að baki. Athyglisvert tilvik má þó nefna sem varð við Bahama-eyjar fyrir nokkrum árum. Deild úr flota Bandaríkjahers var við æfingar þar og einn liður æfingarinnar fólst í að beita hljóðsjárduflum (e. sonar buoys). Bylgjurnar sem tækin gáfu frá sér virðast hafa truflað skynjun hvala sem voru á þessum slóðum, þar á meðal ratskyn. Fjórtán hvalir sigldu í strand þennan sama dag skammt frá þeim slóðum þar sem hljóðsjárduflin voru, átta þeirra drápust en sex var bjargað. Heimamenn á Bahama-eyjum segja slíkt strand afar sjaldgæft og því sjá menn tengsl við notkun þessara tækja og hvalastrandsins sem gerðist sama dag og skammt frá þar sem duflunum var komið fyrir í sjónum.

Myndir:...