Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið lukkupottur er til í málinu frá lokum 18. aldar í sambandinu að grípa í lukkupottinn samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Merkingin virðist vera að ‘láta tilviljun ráða’. Heldur yngra dæmi frá Eggerti Ólafssyni sýnir aðra merkingu: ,,Það er viðtekinn málsháttr utanlands, að sá hafi gripið í lukkupottinn, sem eitthvört sérligt lán hefir aðsteðjað“ (Kvæði 1832:66). Þarna er merkingin hin sama og að detta í lukkupottinn, það er ‘verða fyrir óvæntu happi’. Sambandið að detta í lukkupottinn er þekkt frá fyrri hluta 20. aldar. Elsta dæmi í ritmálssafni er úr Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness.
Góð lýsing á lukkupotti er í fyrrnefndri ljóðabók Eggerts Ólafssonar (1832:66): ,,Lukkupottr er nú á þessum dögum kerhald snúið með sveif, það brúkast í lotteríum eða hlutfallsleikium.“ Lukkupottur er sem sagt potturinn sem happdrættis- eða tombólumiðar eru settir í og vinningsnúmer síðan dregin úr.
Lukkupottur er potturinn sem happdrættis- eða tombólumiðar eru settir í og vinningsnúmer síðan dregin úr.
Orðasambandið að grípa í lukkupottinn er komið úr dönsku, gribe i lykkepotten, og þangað líklegast úr þýsku, in den Glückstopf greifen. Ekki virðist erlend fyrirmynd að því að detta í lukkupottinn eða lenda í lukkupottinum.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvers konar lukkupott geta menn dottið í?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2009, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30989.
Guðrún Kvaran. (2009, 2. mars). Hvers konar lukkupott geta menn dottið í? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30989
Guðrún Kvaran. „Hvers konar lukkupott geta menn dottið í?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2009. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30989>.