Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?

Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fundið yfir karldýr þessara stórvöxnu kattardýra.

Ekki er mikill kynjamunur meðal tígrisdýra en karldýrin eru þó stærri og hárið á kinnum eldri fressa er lengra en þekkist hjá tígrisynjum.

Þess má geta að ungviði tígrisdýra kallast á ensku cubs eða hvolpar, líkt og ungviði hunda, en ekki kittens. Sennilega er komin regla á að kalla ungviði smærri kattardýra kettlinga, en meðal stórkattanna af ættkvísl Panthera (ljóna, tígrisdýra, hlébarða, jagúara og snæhlébarða) er ungviðið nefnt hvolpar.

Ef smellt er á efnisorðið hér fyrir neðan, má finna svör við fleiri spurningum um tígrisdýr.

Mynd:

Útgáfudagur

4.2.2003

Spyrjandi

Elísabet Björk Björnsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2003. Sótt 20. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3099.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. febrúar). Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3099

Jón Már Halldórsson. „Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2003. Vefsíða. 20. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3099>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.