Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?

Hanna Björk Kristinsdóttir og Brynja Tomer

Hundarækt hefur verið stunduð öldum saman og frá upphafi hefur markmiðið verið hið sama; að rækta hunda með ákveðna eiginleika til dæmis varðandi skapferli, vinnueðli, útlit eða stærð.

Hreinræktaðir hundar eru skráðir í viðurkennda ættbók, þar sem ætterni og tegund er staðfest. Á Íslandi er Hundaræktarfélag Íslands eina félagið sem FCI, Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga, leyfa að gefi út ættbækur fyrir hreinræktaða hunda. Hundar sem ekki eru ættbókarfærðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands, eru því ekki viðurkenndir sem hreinræktaðir hundar í neinu aðildarlanda Alþjóðasambandsins.

Alls eru um 400 hundategundir viðurkenndar hjá FCI en samkvæmt reglum samtakanna er bannað að para hunda af tveimur ólíkum hundategundum. Fyrir kemur að tveir hreinræktaðir hundar af ólíkum tegundum eignist hvolpa fyrir slysni, en þá eru hvolparnir blendingar og ekki skráðir í ættbók.

Allar hundategundir eiga sitt upprunaland eða heimaland. Ísland er til dæmis upprunaland íslenska fjárhundsins, Þýskaland boxer-hundsins og Írland er heimaland írska setter-hundsins. Hundaræktarfélög í heimalandi hverrar tegundar ákveða ræktunarmarkmið tegundarinnar, sem gilda hvar sem er í heiminum.

Hér á landi, sem annars staðar, eru hvolpar stundum seldir án viðurkenndrar ættbókar. Mörg dæmi eru um það, bæði hér og erlendis, að hvolpakaupendur fái heimatilbúnar ættbækur með hvolpum sínum, stundum með nöfnum félaga sem eiga ekkert skylt við FCI eða Hundaræktarfélag Íslands. „Hreinræktun” slíkra hunda er því hvorki staðfest né viðurkennd, en því miður lenda margir hvolpakaupendur í klóm fégráðugra „ræktenda” sem svífast einskis til að afla sér fjár.

Þegar fólk kaupir hund, sem skráður er hjá Hundaræktarfélagi Íslands, getur það gengið að því sem vísu að hundurinn sé hreinræktaður og hafi verið ræktaður með þá eiginleika að leiðarljósi sem samræmast ræktunarmarkmiði viðkomandi tegundar. Þó að Hundaræktarfélag Íslands geti ekki ábyrgst heilbrigði eða skapgerð ættbókarfærðra hvolpa, getur það staðfest ætterni þeirra og uppruna. Auk þess liggja oft fyrir víðtækari upplýsingar sem til að mynda varða heilbrigði, árangur á sýningum, vinnuprófum eða skapgerðarmati.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast hreinræktaðan hund, ættu í fyrsta lagi að kynna sér eiginleika ólíkra tegunda áður en þeir ákveða kaupin og í öðru lagi ættu þeir undantekningarlaust að leita staðfestingar hjá Hundaræktarfélagi Íslands á ætterni hundsins. Hægt er að leita upplýsinga á heimasíðu félagsins www.hrfi.is.

Ljósmynd: Brynhildur Inga Einarsdóttir

Höfundar

fulltrúi Hundaræktarfélags Íslands

blaðamaður

Útgáfudagur

6.2.2003

Spyrjandi

Þórir Sigurðarson, f. 1988

Tilvísun

Hanna Björk Kristinsdóttir og Brynja Tomer. „Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3107.

Hanna Björk Kristinsdóttir og Brynja Tomer. (2003, 6. febrúar). Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3107

Hanna Björk Kristinsdóttir og Brynja Tomer. „Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3107>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?
Hundarækt hefur verið stunduð öldum saman og frá upphafi hefur markmiðið verið hið sama; að rækta hunda með ákveðna eiginleika til dæmis varðandi skapferli, vinnueðli, útlit eða stærð.

Hreinræktaðir hundar eru skráðir í viðurkennda ættbók, þar sem ætterni og tegund er staðfest. Á Íslandi er Hundaræktarfélag Íslands eina félagið sem FCI, Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga, leyfa að gefi út ættbækur fyrir hreinræktaða hunda. Hundar sem ekki eru ættbókarfærðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands, eru því ekki viðurkenndir sem hreinræktaðir hundar í neinu aðildarlanda Alþjóðasambandsins.

Alls eru um 400 hundategundir viðurkenndar hjá FCI en samkvæmt reglum samtakanna er bannað að para hunda af tveimur ólíkum hundategundum. Fyrir kemur að tveir hreinræktaðir hundar af ólíkum tegundum eignist hvolpa fyrir slysni, en þá eru hvolparnir blendingar og ekki skráðir í ættbók.

Allar hundategundir eiga sitt upprunaland eða heimaland. Ísland er til dæmis upprunaland íslenska fjárhundsins, Þýskaland boxer-hundsins og Írland er heimaland írska setter-hundsins. Hundaræktarfélög í heimalandi hverrar tegundar ákveða ræktunarmarkmið tegundarinnar, sem gilda hvar sem er í heiminum.

Hér á landi, sem annars staðar, eru hvolpar stundum seldir án viðurkenndrar ættbókar. Mörg dæmi eru um það, bæði hér og erlendis, að hvolpakaupendur fái heimatilbúnar ættbækur með hvolpum sínum, stundum með nöfnum félaga sem eiga ekkert skylt við FCI eða Hundaræktarfélag Íslands. „Hreinræktun” slíkra hunda er því hvorki staðfest né viðurkennd, en því miður lenda margir hvolpakaupendur í klóm fégráðugra „ræktenda” sem svífast einskis til að afla sér fjár.

Þegar fólk kaupir hund, sem skráður er hjá Hundaræktarfélagi Íslands, getur það gengið að því sem vísu að hundurinn sé hreinræktaður og hafi verið ræktaður með þá eiginleika að leiðarljósi sem samræmast ræktunarmarkmiði viðkomandi tegundar. Þó að Hundaræktarfélag Íslands geti ekki ábyrgst heilbrigði eða skapgerð ættbókarfærðra hvolpa, getur það staðfest ætterni þeirra og uppruna. Auk þess liggja oft fyrir víðtækari upplýsingar sem til að mynda varða heilbrigði, árangur á sýningum, vinnuprófum eða skapgerðarmati.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast hreinræktaðan hund, ættu í fyrsta lagi að kynna sér eiginleika ólíkra tegunda áður en þeir ákveða kaupin og í öðru lagi ættu þeir undantekningarlaust að leita staðfestingar hjá Hundaræktarfélagi Íslands á ætterni hundsins. Hægt er að leita upplýsinga á heimasíðu félagsins www.hrfi.is.

Ljósmynd: Brynhildur Inga Einarsdóttir...