Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?

Helga Ögmundsdóttir

Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar líka utan á mörgum öðrum frumum líkamans. Slíkar sykurkeðjur myndast fyrir tilverknað mjög sértækra ensíma sem hengja eina tiltekna einsykru (til dæmis glúkósu eða galaktósu) á aðra sykru og þannig lengjast og greinast sykurkeðjurnar lið fyrir lið.

Þeir sem eru í blóðflokki A hafa ensím sem bætir sykrunni N-acetýlgalakatósamíni á bláendann á sykurkeðjunni, fólk í blóðflokki B hefur annað ensím sem setur galaktósu á endann, þeir sem eru í AB-flokki hafa bæði ensím, en fólk í O-flokki hefur hvorugt. Ástæðan fyrir því að ekki má gefa manni af O-blóðflokki blóð af öðrum flokki er sú, að hann hefur mótefni í blóði gegn þeim sykrum sem vantar utan á rauðu blóðkornin í honum. Þessi mótefni byrja að myndast í frumbernsku og beinast raunar gegn bakteríum í ristlinum. Í manni af AB-flokki myndast engin slík mótefni af því að heilbrigt ónæmiskerfi er þannig útbúið að það eyðir viðbrögðum gegn eigin líkama. AB-maðurinn myndar því annars konar mótefni gegn bakteríunum. Fólk af A-flokki myndar mótefni sem beinast gegn B-flokki og öfugt.

Eftir þennan formála erum við komin að spurningunni sjálfri. Eins og annar breytileiki af þessu tagi hefur hann orðið til einhvern tíma fyrir löngu vegna stökkbreytinga. En það er ekki nóg að stökkbreyting verði, eiginleiki hennar segir til um það hvort hún deyr út eða helst áfram og nær svo jafnvel yfirhöndinni. Breytileikinn eins og hann er nú endurspeglar einhvers konar náttúruval. Það tengist mjög trúlega því, að blóðflokkar geta haft áhrif á næmi fyrir smitsjúkdómum. Það skýrist ekki af því hvort einhverjar tilteknar sykrur eru utan á rauðum blóðkornum heldur af því, sem nefnt var í upphafi, að blóðflokkasykrur eru tjáðar á yfirborði margra frumna, þar á meðal á slímhúðum. Margar bakteríur og veirur festast á frumur með því að bindast yfirborðssykrum og þar skiptir tegund sykrunnar máli.

Eitt þarf að nefna enn til sögunnar, og það er að blóðflokkasykrur finnast líka uppleystar í líkamsvökvum, svo sem munnvatni, þvagi og fleirum. Þarna kemur enn til erfðabreytileiki, því að þó nokkur hluti manna losar ekki blóðflokkasykrur út í líkamsvökva. Margir þekkja að tíðni hinna mismunandi ABO-blóðflokka meðal Íslendinga er nokkuð frábrugðin því sem gerist hjá Norðurlandaþjóðum, en hitt vita færri, að það er algengara að Íslendingar hafi ekki blóðflokkasykrur í líkamsvökvum (40%) en meðal margra nágrannaþjóða (25%).

Hugsanlegt er, að einmitt þetta skipti máli varðandi næmi fyrir smitsjúkdómum. Vísbendingar eru um að þetta fyrirbæri geti haft áhrif á staðbundna faraldra af heilahimnubólgu á Bretlandseyjum og það hefur jafnvel verið tengt hárri tíðni tannátu meðal Íslendinga. Hjá þeim sem hafa blóðflokkasameindir til dæmis í munnvatni mundi eitthvað af aðsteðjandi bakteríum bindast þeim og ekki eiga eins greiðan aðgang að slímhúðum og ef munnvatnið iniheldur ekki blóðflokkasameindir.

Enn þann dag í dag þjóna svo blóðflokkar tilgangi innan réttarlæknisfræðinnar og þar geta blóðflokkasameindir úr munnvatni líka komið við sögu.

Sjá einnig svar Bergþórs Björnssonar við Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.4.2000

Spyrjandi

Hreiðar Ingi Þorsteinsson

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2000. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=311.

Helga Ögmundsdóttir. (2000, 2. apríl). Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=311

Helga Ögmundsdóttir. „Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2000. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=311>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?
Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar líka utan á mörgum öðrum frumum líkamans. Slíkar sykurkeðjur myndast fyrir tilverknað mjög sértækra ensíma sem hengja eina tiltekna einsykru (til dæmis glúkósu eða galaktósu) á aðra sykru og þannig lengjast og greinast sykurkeðjurnar lið fyrir lið.

Þeir sem eru í blóðflokki A hafa ensím sem bætir sykrunni N-acetýlgalakatósamíni á bláendann á sykurkeðjunni, fólk í blóðflokki B hefur annað ensím sem setur galaktósu á endann, þeir sem eru í AB-flokki hafa bæði ensím, en fólk í O-flokki hefur hvorugt. Ástæðan fyrir því að ekki má gefa manni af O-blóðflokki blóð af öðrum flokki er sú, að hann hefur mótefni í blóði gegn þeim sykrum sem vantar utan á rauðu blóðkornin í honum. Þessi mótefni byrja að myndast í frumbernsku og beinast raunar gegn bakteríum í ristlinum. Í manni af AB-flokki myndast engin slík mótefni af því að heilbrigt ónæmiskerfi er þannig útbúið að það eyðir viðbrögðum gegn eigin líkama. AB-maðurinn myndar því annars konar mótefni gegn bakteríunum. Fólk af A-flokki myndar mótefni sem beinast gegn B-flokki og öfugt.

Eftir þennan formála erum við komin að spurningunni sjálfri. Eins og annar breytileiki af þessu tagi hefur hann orðið til einhvern tíma fyrir löngu vegna stökkbreytinga. En það er ekki nóg að stökkbreyting verði, eiginleiki hennar segir til um það hvort hún deyr út eða helst áfram og nær svo jafnvel yfirhöndinni. Breytileikinn eins og hann er nú endurspeglar einhvers konar náttúruval. Það tengist mjög trúlega því, að blóðflokkar geta haft áhrif á næmi fyrir smitsjúkdómum. Það skýrist ekki af því hvort einhverjar tilteknar sykrur eru utan á rauðum blóðkornum heldur af því, sem nefnt var í upphafi, að blóðflokkasykrur eru tjáðar á yfirborði margra frumna, þar á meðal á slímhúðum. Margar bakteríur og veirur festast á frumur með því að bindast yfirborðssykrum og þar skiptir tegund sykrunnar máli.

Eitt þarf að nefna enn til sögunnar, og það er að blóðflokkasykrur finnast líka uppleystar í líkamsvökvum, svo sem munnvatni, þvagi og fleirum. Þarna kemur enn til erfðabreytileiki, því að þó nokkur hluti manna losar ekki blóðflokkasykrur út í líkamsvökva. Margir þekkja að tíðni hinna mismunandi ABO-blóðflokka meðal Íslendinga er nokkuð frábrugðin því sem gerist hjá Norðurlandaþjóðum, en hitt vita færri, að það er algengara að Íslendingar hafi ekki blóðflokkasykrur í líkamsvökvum (40%) en meðal margra nágrannaþjóða (25%).

Hugsanlegt er, að einmitt þetta skipti máli varðandi næmi fyrir smitsjúkdómum. Vísbendingar eru um að þetta fyrirbæri geti haft áhrif á staðbundna faraldra af heilahimnubólgu á Bretlandseyjum og það hefur jafnvel verið tengt hárri tíðni tannátu meðal Íslendinga. Hjá þeim sem hafa blóðflokkasameindir til dæmis í munnvatni mundi eitthvað af aðsteðjandi bakteríum bindast þeim og ekki eiga eins greiðan aðgang að slímhúðum og ef munnvatnið iniheldur ekki blóðflokkasameindir.

Enn þann dag í dag þjóna svo blóðflokkar tilgangi innan réttarlæknisfræðinnar og þar geta blóðflokkasameindir úr munnvatni líka komið við sögu.

Sjá einnig svar Bergþórs Björnssonar við Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?...