Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvað eru til margar fuglategundir?

Talið er fuglategundir séu um 9.700 í öllum heiminum.

Flestar fuglategundir er að finna í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins, enda eru regnskógar Amazon-svæðisins með tegundaauðugustu búsvæðum í heimi. Asía er næst í röðinni með 2.900 tegundir og í Afríku eru tegundirnar 2.300. Í Norður-Ameríku (frá Panama og norður úr, auk Karíbahafseyja) hafa tæplega 2.000 tegundir búsetu. Í Ástralíu (ásamt Kyrrahafseyjunum) finnast 1.700 tegundir og um eitt þúsund tegundir í Evrópu. Einungis 65 tegundir finnast á Suðurheimskautinu. Vert er að hafa í huga að margar tegundir eiga sér búsvæði í fleiri en einni heimsálfu.
Hér er bæði um varpfugla að ræða, sem og algenga gesti og fartegundir, sem fuglaáhugamenn hafa skráð hjá sér.

Mynd:

Útgáfudagur

7.2.2003

Spyrjandi

Aldís Hulda Zoega, f. 1990

Efnisorð

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar fuglategundir?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2003. Sótt 17. ágúst 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=3114.

Jón Már Halldórsson. (2003, 7. febrúar). Hvað eru til margar fuglategundir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3114

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar fuglategundir?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2003. Vefsíða. 17. ágú. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3114>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Tungumál

Ekki er vitað hvernig hæfnin til að nota tungumál varð hluti af erfðamengi mannsins. Fyrir um 100.000 árum komu fram menn sem líktust nútímamönnum. Líklegt er að tungumál með flóknu málkerfi hafi orðið til á þessu tímabili. Óvíst er hvort málhæfnin varð til vegna skyndilegrar stökkbreytingar eða hvort það kom fram sjálfkrafa þegar menn höfðu náð nógu háu vitsmunastigi.