- Myndun próþrombínasa. Tvær leiðir eru notaðar til að mynda þetta ensím: Ytri leiðin gerist mjög hratt eða innan nokkurra sekúndna sé skemmdin mikil. Hún kallast ytri leið vegna þess að myndun próþrombínasa er sett í gang af vefjaprótíni sem kallast þrombóplastín og er að finna á yfirborði frumna utan blóðrásarkerfisins. Skemmdir vefir gefa frá sér þrombóplastín. Eftir breytingar sem krefjast kalkjóna og nokkurra storknunarþátta er þrombóplastíni að lokum breytt í próþrómbínasa. Innri leiðin er flóknari og hægvirkari og tekur oftast nokkrar mínútur. Hún hefst á því að blóð kemst í snertingu við þekjufrumur innan á skemmdri æð. Þegar blóðflögur í blóðinu rekast á skemmdar þekjufrumur rifna þær og losa fosfólípíð sem eru flokkur fituefna. Eftir nokkrar efnabreytingar þar sem kalkjónir og storknunarþættir koma við sögu myndast próþrombínasi. Nú hefur báðum leiðum lokið með myndun sama efnis – próþrómbínasa - og næsta stig tekur við.
- Próþrombínasi breytir próþrombíni (prótíni í blóðvökva sem lifur myndar) í ensímið þrombín. Þrombín stuðlar að því að fleiri blóðflögur loða saman og losa meira af fosfólípíðum.
- Þrombín breytir uppleystu fíbrínógeni (annað prótín í blóðvökva myndað af lifur) í óleysanlegt fíbrín. Úr fíbríni myndast netþræðir í blóðkekkinum.
Sendu inn spurningu
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Útgáfudagur
10.2.2003
Spyrjandi
Selma Guðmundsdóttir
Katrín Reynisdóttir
Tilvísun
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað veldur storknun blóðs?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2003. Sótt 18. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3119.
Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 10. febrúar). Hvað veldur storknun blóðs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3119
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað veldur storknun blóðs?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2003. Vefsíða. 18. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3119>.
Vísindadagatalið
Magnús Þorkell Bernharðsson
1966
Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell sérhæfir sig í stjórnmála- og trúabragðasögu Mið-Austurlanda á 20 öldinni.