Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur hundur farið til tunglsins?

Nei, hundur hefur aldrei farið til tunglsins. Sem kunnugt er fór tíkin Laika með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957 og það er líklega það lengsta sem hundur hefur komist frá jörðinni.Spútnik 2 komst á braut um jörðu í yfir 3.000 km hæð, en óvíst er hversu langt Laika fór í raun og veru því hún dó á leiðinni. Sovétmenn sögðu á sínum tíma að tíkin hefði lifað nógu lengi til að fara nokkra hringi í kringum jörðina, en síðari rannsóknir benda til þess að Laika hafi drepist vegna ofhitnunar og hræðslu skömmu eftir flugtak.

Nánar má lesa um Laiku og fleiri dýr í geimferðum hér:

Svo má finna meira efni um tunglferðir með því að smella á efnisorðin hér að neðan eða nota leitarvélina okkar.

Útgáfudagur

11.2.2003

Spyrjandi

Ólafur Ólafsson, f. 1990

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hefur hundur farið til tunglsins?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2003. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3129.

Einar Örn Þorvaldsson. (2003, 11. febrúar). Hefur hundur farið til tunglsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3129

Einar Örn Þorvaldsson. „Hefur hundur farið til tunglsins?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2003. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3129>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.