Sólin Sólin Rís 07:09 • sest 19:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:39 • Síðdegis: 23:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 17:09 í Reykjavík

Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?

Sigurður Sigurðarson

Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja sem dýrin hafa fengið, en slíkt var vel þekkt hér á landi áður fyrr.Rauður litur á þvagi hrossa hefur sést hér á landi stöku sinnum en er algengari erlendis. Sjúkdómurinn lýsir sér í skjálfta, svitaköstum, stirðleika í göngulagi og stundum lömun, einkum í afturparti. Ástæðan hefur oftast verið talin skyndilegt álag eða strit, gjarna í kuldum, eftir hvíld og sterka fóðrun. Þessi sjúkdómur var vel þekktur í Noregi hjá hestum, sem notaðir voru við flutning á trjám við skógarhögg. Þá er ekki um að ræða blóð í þvagi heldur vöðvarauða eða myoglobin (myoglobinuria), sem losnar úr vöðvunum við skemmdir á vöðvaþráðunum.

Rauður litur hefur sést á þvagi hreindýra hér á landi eins og fram kemur í spurningunni og kannast ýmsir við það á Austurlandi. Liturinn er mest áberandi í snjó eins og vænta má. Líklegast er að um sama sjúkdóm sé að ræða í hreindýrunum og hrossunum. Hann getur verið vægari í hreindýrum en hrossum og stirðleiki í hreyfingum því ekki verið áberandi. Ólíklegri orsakir eru bakteríusýkingar eða efni úr beitarplöntum, þótt slíkt verði ekki fullyrt að órannsökuðu máli. Í norskum bókum er lýst sjúkdómi í hreindýrum, sem veldur rauðu þvagi og slappleika eða lömun í afturparti dýranna (Liwsa á máli Sama). Það er líklega myoglobinuria eða vöðvarauði í þvagi.

Því má bæta hér við að vöðvarauði í þvagi sést iðulega hjá sleðahundum við mikið vinnuálag að vetri í Lapplandi án lamana eða nokkurra annarra einkenna.

Mynd: University of Arizona - Pathogenic Bacterology

Höfundur

Útgáfudagur

12.2.2003

Spyrjandi

Anna Pálsdóttir

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2003. Sótt 22. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3134.

Sigurður Sigurðarson. (2003, 12. febrúar). Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3134

Sigurður Sigurðarson. „Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2003. Vefsíða. 22. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3134>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja sem dýrin hafa fengið, en slíkt var vel þekkt hér á landi áður fyrr.Rauður litur á þvagi hrossa hefur sést hér á landi stöku sinnum en er algengari erlendis. Sjúkdómurinn lýsir sér í skjálfta, svitaköstum, stirðleika í göngulagi og stundum lömun, einkum í afturparti. Ástæðan hefur oftast verið talin skyndilegt álag eða strit, gjarna í kuldum, eftir hvíld og sterka fóðrun. Þessi sjúkdómur var vel þekktur í Noregi hjá hestum, sem notaðir voru við flutning á trjám við skógarhögg. Þá er ekki um að ræða blóð í þvagi heldur vöðvarauða eða myoglobin (myoglobinuria), sem losnar úr vöðvunum við skemmdir á vöðvaþráðunum.

Rauður litur hefur sést á þvagi hreindýra hér á landi eins og fram kemur í spurningunni og kannast ýmsir við það á Austurlandi. Liturinn er mest áberandi í snjó eins og vænta má. Líklegast er að um sama sjúkdóm sé að ræða í hreindýrunum og hrossunum. Hann getur verið vægari í hreindýrum en hrossum og stirðleiki í hreyfingum því ekki verið áberandi. Ólíklegri orsakir eru bakteríusýkingar eða efni úr beitarplöntum, þótt slíkt verði ekki fullyrt að órannsökuðu máli. Í norskum bókum er lýst sjúkdómi í hreindýrum, sem veldur rauðu þvagi og slappleika eða lömun í afturparti dýranna (Liwsa á máli Sama). Það er líklega myoglobinuria eða vöðvarauði í þvagi.

Því má bæta hér við að vöðvarauði í þvagi sést iðulega hjá sleðahundum við mikið vinnuálag að vetri í Lapplandi án lamana eða nokkurra annarra einkenna.

Mynd: University of Arizona - Pathogenic Bacterology...