Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum?

Ari Ólafsson og Þorsteinn Jónsson

Spyrjandi bætir við:
þ.e. sá eiginleiki að þó maður beini speglinum niður í sól sér maður samt umferðina fyrir aftan sig?
Speglar til venjulegrar notkunar eru glerplötur húðaðar á annarri hliðinni með speglandi málmhúð sem síðan er þakin varnarlagi af mjúkum massa. Spegilhúðin er á bakhlið spegilsins þannig að glerið ver hana fyrir hnjaski frá annarri hlið og varnarlagið frá hinni. Framhlið og bakhlið glerplötunnar eru samsíða í venjulegum speglum.Framhliðin, sem skilur á milli andrúmsloftsins og glermassans, speglar 4% af því ljósi sem á flötinn fellur og 96% kemst inn í glerið, lendir á húðinni á bakhliðinni og speglast til baka. 96% af þeim geisla kemst aftur úr glerinu og út í andrúmsloftið. Það sem ekki sleppur út þarna speglast aftur og fer eina umferð enn fram og aftur í glerinu. Þessi hluti gefur þriðja geislann sem verður álíka sterkur og sá fyrsti.

Þannig gefa allir speglar af þessu tagi þrefalda speglun; eina daufa frá framhliðinni, aðra miklu sterkari frá bakhliðinni og þá þriðju sem speglast hefur tvisvar á bakhliðinni og einu sinni á framhliðinni. Spegilmyndirnar falla að mestu saman í eina mynd ef spegilfletirnir eru samsíða.

Baksýnisspeglar í bifreiðum eru hins vegar svolítið flóknari þar sem þeir eru fleyglaga. Milli framhliðar og bakhliðar baksýnisspegils er algengt að sé 3° horn svo spegilmyndirnar falli ekki saman. Á skýringarmyndinni hér fyrir neðan er geislaleið um baksýnisspegil lýst.Neðsti geislinn er dauf speglun af framhlið glersins. Styrkur þessa geisla er 4% af styrk innfallsgeislans. Miðgeislann, sem er sterkastur (92,2% af styrk innfallsgeisla), má rekja til speglunar frá málmhúðinni á bakhlið spegilsins. Efsti geislinn hefur speglast tvisvar á bakhliðinni og einu sinni á framhliðinni áður en hann sleppur út úr glerinu. Styrkur hans er 3,7% af innfallsgeislanum.

Hornin milli aðliggjandi speglaðra geisla eru þrefalt fleyghorn spegilsins. Fyrir 3° fleyghorn eru hornin milli geislanna 9° og því þarf að halla speglinum um 4,5° til að færa milli sterkrar og daufrar spegilmyndar.

Í bifreiðum er almennt gengið þannig frá baksýnisspegli að honum má halla um ákveðið horn með því að færa þar til gerða slá. Spegillinn er síðan stilltur þannig að sterki miðgeislinn sem nefndur var hér að ofan gefur spegilmynd af umferð aftan við bifreiðina. Ef þessi umferð eða jafnvel sól við sólarlag gefur truflandi birtu í augu ökumanns getur hann fært spegilinn til með slánni þannig að efsti geislinn gefi sömu en miklu daufari spegilmynd.

Ljósmynd: HB

Höfundar

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

verkstæðisformaður, Raunvísindastofnun.

Útgáfudagur

12.2.2003

Spyrjandi

Einar Sveinsson

Tilvísun

Ari Ólafsson og Þorsteinn Jónsson. „Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2003. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3135.

Ari Ólafsson og Þorsteinn Jónsson. (2003, 12. febrúar). Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3135

Ari Ólafsson og Þorsteinn Jónsson. „Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2003. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3135>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum?
Spyrjandi bætir við:

þ.e. sá eiginleiki að þó maður beini speglinum niður í sól sér maður samt umferðina fyrir aftan sig?
Speglar til venjulegrar notkunar eru glerplötur húðaðar á annarri hliðinni með speglandi málmhúð sem síðan er þakin varnarlagi af mjúkum massa. Spegilhúðin er á bakhlið spegilsins þannig að glerið ver hana fyrir hnjaski frá annarri hlið og varnarlagið frá hinni. Framhlið og bakhlið glerplötunnar eru samsíða í venjulegum speglum.Framhliðin, sem skilur á milli andrúmsloftsins og glermassans, speglar 4% af því ljósi sem á flötinn fellur og 96% kemst inn í glerið, lendir á húðinni á bakhliðinni og speglast til baka. 96% af þeim geisla kemst aftur úr glerinu og út í andrúmsloftið. Það sem ekki sleppur út þarna speglast aftur og fer eina umferð enn fram og aftur í glerinu. Þessi hluti gefur þriðja geislann sem verður álíka sterkur og sá fyrsti.

Þannig gefa allir speglar af þessu tagi þrefalda speglun; eina daufa frá framhliðinni, aðra miklu sterkari frá bakhliðinni og þá þriðju sem speglast hefur tvisvar á bakhliðinni og einu sinni á framhliðinni. Spegilmyndirnar falla að mestu saman í eina mynd ef spegilfletirnir eru samsíða.

Baksýnisspeglar í bifreiðum eru hins vegar svolítið flóknari þar sem þeir eru fleyglaga. Milli framhliðar og bakhliðar baksýnisspegils er algengt að sé 3° horn svo spegilmyndirnar falli ekki saman. Á skýringarmyndinni hér fyrir neðan er geislaleið um baksýnisspegil lýst.Neðsti geislinn er dauf speglun af framhlið glersins. Styrkur þessa geisla er 4% af styrk innfallsgeislans. Miðgeislann, sem er sterkastur (92,2% af styrk innfallsgeisla), má rekja til speglunar frá málmhúðinni á bakhlið spegilsins. Efsti geislinn hefur speglast tvisvar á bakhliðinni og einu sinni á framhliðinni áður en hann sleppur út úr glerinu. Styrkur hans er 3,7% af innfallsgeislanum.

Hornin milli aðliggjandi speglaðra geisla eru þrefalt fleyghorn spegilsins. Fyrir 3° fleyghorn eru hornin milli geislanna 9° og því þarf að halla speglinum um 4,5° til að færa milli sterkrar og daufrar spegilmyndar.

Í bifreiðum er almennt gengið þannig frá baksýnisspegli að honum má halla um ákveðið horn með því að færa þar til gerða slá. Spegillinn er síðan stilltur þannig að sterki miðgeislinn sem nefndur var hér að ofan gefur spegilmynd af umferð aftan við bifreiðina. Ef þessi umferð eða jafnvel sól við sólarlag gefur truflandi birtu í augu ökumanns getur hann fært spegilinn til með slánni þannig að efsti geislinn gefi sömu en miklu daufari spegilmynd.

Ljósmynd: HB...