Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?

Sigurður Sveinn Snorrason

Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig svo að allmargar tegundir, sem hefur verið lýst, eru hugsanlega útdauðar. Þrátt fyrir þess annmarka er unnt að gefa upp tölur sem eru nærri lagi:

Grófar tölur um fjölda núlifandi hryggdýrategunda eru sem hér segir:

Kjálkaleysingjar 50
Brjóskfiskar 800
Beinfiskar 21.000
þar af lungnafiskar 7
og bláfiskur 1
Froskdýr 4.020
Skriðdýr 6.050

Fuglar
9.000

Spendýr
8.000

Öruggt má telja að verulegur fjöldi núlifandi tegunda fiska sé enn ófundinn. Á töflunni má sjá að fiskar eru tæplega helmingur af núlifandi tegundum hryggdýra og meðal fiska er langmest af beinfiskum.

Beinfiskum er nú yfirleitt skipt í tvær megingreinar, svokallaða geislaugga (Actinopterygii) og holdugga (Sarcopterygii), en af þeim síðarnefndu er einungis vitað um 8 tegundir á lífi nú. Þetta eru 7 tegundir lungnafiska sem lifa í fersku vatni og hinn frægi bláfiskur, Latimeria chalumnae, sem veiddist fyrst svo vitað sé árið 1938 í vestanverðu Indlandshafi milli Mósambík og Madagaskar.

Þótt holduggategundir séu nú einungis 8 og geislauggar tæplega 21.000, hafa fjöldahlutföllin ekki alltaf verið svo skekkt. Þegar beinfiskar komu fram á fornlífsöld, fyrir rúmum 400 milljónum ára, varð fljótlega mikil gróska í tegundamyndun bæði meðal fornra geislaugga og holdugga. Á seinni hluta fornlífsaldar létu holduggar undan síga en beinfiskar blómstruðu og hafa æ síðan borið ægishjálm yfir önnur lagarhryggdýr hvað tegundafjölda og fjölbreytni snertir. Þó svo að holduggar hafi orðið undir í lagarvistkerfum jarðar má ekki gleyma því að þeir eru almennt taldir vera forfeður allra landhryggdýra.

Þó nokkuð hefur verið rætt og ritað um tegundamyndun fiska að undanförnu, einkum ferskvatnsfiska. Margt bendir til þess að tegundamyndun hafi verið mjög hröð í sumum vötnum. Í þessu sambandi má einkum nefna sum stóru vatnanna í Afríku þar sem aragrúi einstæðra tegunda virðist hafa orðið til á furðuskömmum tíma. Nú er unnið að rannsóknum á bleikju og hornsíli hér á landi sem benda eindregið til þess að í báðum þessum tegundum sé að eiga sér stað afbrigðamyndun sem ætla megi að geti leitt til nýrra tegunda ef viðkomandi vatnakerfi fá að vera til um einhver árþúsund í viðbót, en slíkt er þó ekki sérlega líklegt því að breytingar á landi eru örar á Íslandi og líkindi á ísöld hljóta að teljast nokkur.

Höfundur

Sigurður Sveinn Snorrason

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

2.4.2000

Spyrjandi

Sveinn Gauti

Efnisorð

Tilvísun

Sigurður Sveinn Snorrason. „Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2000, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=314.

Sigurður Sveinn Snorrason. (2000, 2. apríl). Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=314

Sigurður Sveinn Snorrason. „Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2000. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=314>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?
Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig svo að allmargar tegundir, sem hefur verið lýst, eru hugsanlega útdauðar. Þrátt fyrir þess annmarka er unnt að gefa upp tölur sem eru nærri lagi:

Grófar tölur um fjölda núlifandi hryggdýrategunda eru sem hér segir:

Kjálkaleysingjar 50
Brjóskfiskar 800
Beinfiskar 21.000
þar af lungnafiskar 7
og bláfiskur 1
Froskdýr 4.020
Skriðdýr 6.050

Fuglar
9.000

Spendýr
8.000

Öruggt má telja að verulegur fjöldi núlifandi tegunda fiska sé enn ófundinn. Á töflunni má sjá að fiskar eru tæplega helmingur af núlifandi tegundum hryggdýra og meðal fiska er langmest af beinfiskum.

Beinfiskum er nú yfirleitt skipt í tvær megingreinar, svokallaða geislaugga (Actinopterygii) og holdugga (Sarcopterygii), en af þeim síðarnefndu er einungis vitað um 8 tegundir á lífi nú. Þetta eru 7 tegundir lungnafiska sem lifa í fersku vatni og hinn frægi bláfiskur, Latimeria chalumnae, sem veiddist fyrst svo vitað sé árið 1938 í vestanverðu Indlandshafi milli Mósambík og Madagaskar.

Þótt holduggategundir séu nú einungis 8 og geislauggar tæplega 21.000, hafa fjöldahlutföllin ekki alltaf verið svo skekkt. Þegar beinfiskar komu fram á fornlífsöld, fyrir rúmum 400 milljónum ára, varð fljótlega mikil gróska í tegundamyndun bæði meðal fornra geislaugga og holdugga. Á seinni hluta fornlífsaldar létu holduggar undan síga en beinfiskar blómstruðu og hafa æ síðan borið ægishjálm yfir önnur lagarhryggdýr hvað tegundafjölda og fjölbreytni snertir. Þó svo að holduggar hafi orðið undir í lagarvistkerfum jarðar má ekki gleyma því að þeir eru almennt taldir vera forfeður allra landhryggdýra.

Þó nokkuð hefur verið rætt og ritað um tegundamyndun fiska að undanförnu, einkum ferskvatnsfiska. Margt bendir til þess að tegundamyndun hafi verið mjög hröð í sumum vötnum. Í þessu sambandi má einkum nefna sum stóru vatnanna í Afríku þar sem aragrúi einstæðra tegunda virðist hafa orðið til á furðuskömmum tíma. Nú er unnið að rannsóknum á bleikju og hornsíli hér á landi sem benda eindregið til þess að í báðum þessum tegundum sé að eiga sér stað afbrigðamyndun sem ætla megi að geti leitt til nýrra tegunda ef viðkomandi vatnakerfi fá að vera til um einhver árþúsund í viðbót, en slíkt er þó ekki sérlega líklegt því að breytingar á landi eru örar á Íslandi og líkindi á ísöld hljóta að teljast nokkur.

...