Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Af hvaða dýri er kötturinn kominn?

Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson (1951-2011)

Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli.

Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn var örugglega kominn til sögunnar í Egyptalandi fyrir 3.600 árum síðan, 1600 f. Kr. Líklegt má telja að samneyti manns og kattar hafi komið til mun fyrr, eða með upphafi akuryrkju fyrir um tíu þúsund árum. Sennilegt er að fyrst hafi þetta átt sér stað á menningarsvæðum sem spruttu upp á frjósömum árbökkum, svo sem í kringum Níl þar sem nú er Egyptaland, og við fljótin Efrat og Tígris í Mesópótamíu (svæði sem nú tilheyrir Írak).

Villikettir hafa laðast að kornhlöðum bænda vegna nagdýranna sem þar herjuðu á uppskeru þeirra. Það var því lítið skref fyrir bændur að ala kettlinga og nýta sér veiðieðli þeirra til þess að halda nagdýrum í skefjum í hlöðum, útihúsum og híbýlum manna. Árangurinn við veiðarnar var slíkur að kettir voru taldir heilög dýr í Egyptalandi og borgin Bubastis var til dæmis helguð köttum.

Afríska villiketti er auðvelt að temja. Lítilsháttar munur er á líkamsbyggingu afríska villikattarins og heimiliskattarins (Felis silvestris catus). Villikettirnir eru stærri (fressin eru 5 - 9 kg) og vöðvameiri en meðalheimiliskötturinn. Heimiliskötturinn getur eignast frjó afkvæmi bæði með afríska villikettinum og þeim evrópska, og það veldur miklum áhyggjum náttúrufræðinga að hlutfall blendinga þessara tegunda hefur aukist á kostnað villikattastofnanna.
Dýrafræðingar hafa deilt um flokkunarfræði og innbyrðis skyldleika evrópska villikattarins, þess afríska og heimiliskattarins. Í þessu svari er gengið útfrá að þeir séu í reynd sama tegundin, Felis silvestris, en einungis mismunandi deilitegundir. Byggist það fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þessir hópar geta átt saman frjó afkvæmi. Latnesku fræðiheitin Felis silvestris lybica yfir afríska villiköttinn, Felis silvestris silvestris yfir þann evrópska, og Felis silvestris catus yfir heimilisköttinn, eru því notuð hér í stað heitanna Felis lybicus, Felis silvestris og Felis catus sem mundu þýða að hér væri um aðgreindar tegundir að ræða. Það sjónarmið hefur að vísu notið töluverðs fylgis en er nú á undanhaldi.

Aðrar deilitegundir villikattarins lifa á eyjum undan ströndum meginlandanna og hafa einangrast frá öðrum dýrum tegundarinnar, en samt ekki meira en svo að þeir geta enn átt frjó afkvæmi með öðrum villiköttum. Slík villikattakyn lifa til dæmis á Bretlandi og á Miðjarðarhafseyjunum Krít, Korsíku og Baleareyjum (Mallorca, Menorca, Ibiza og fleirum).

Deilt er raunar um hvort villikettirnir á Miðjarðarhafseyjunum séu afkomendur afríska eða evrópska villikattarins. Einnig er talið mögulegt að um sé hér að ræða heimilisketti sem hafi sloppið um það leyti sem húsdýrahald katta fluttist til Evrópu, eða fyrir um 2000 árum.

Myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2003

Spyrjandi

Guðrún Helga, f. 1991

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson (1951-2011). „Af hvaða dýri er kötturinn kominn?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2003. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3143.

Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson (1951-2011). (2003, 13. febrúar). Af hvaða dýri er kötturinn kominn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3143

Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson (1951-2011). „Af hvaða dýri er kötturinn kominn?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2003. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3143>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli.

Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn var örugglega kominn til sögunnar í Egyptalandi fyrir 3.600 árum síðan, 1600 f. Kr. Líklegt má telja að samneyti manns og kattar hafi komið til mun fyrr, eða með upphafi akuryrkju fyrir um tíu þúsund árum. Sennilegt er að fyrst hafi þetta átt sér stað á menningarsvæðum sem spruttu upp á frjósömum árbökkum, svo sem í kringum Níl þar sem nú er Egyptaland, og við fljótin Efrat og Tígris í Mesópótamíu (svæði sem nú tilheyrir Írak).

Villikettir hafa laðast að kornhlöðum bænda vegna nagdýranna sem þar herjuðu á uppskeru þeirra. Það var því lítið skref fyrir bændur að ala kettlinga og nýta sér veiðieðli þeirra til þess að halda nagdýrum í skefjum í hlöðum, útihúsum og híbýlum manna. Árangurinn við veiðarnar var slíkur að kettir voru taldir heilög dýr í Egyptalandi og borgin Bubastis var til dæmis helguð köttum.

Afríska villiketti er auðvelt að temja. Lítilsháttar munur er á líkamsbyggingu afríska villikattarins og heimiliskattarins (Felis silvestris catus). Villikettirnir eru stærri (fressin eru 5 - 9 kg) og vöðvameiri en meðalheimiliskötturinn. Heimiliskötturinn getur eignast frjó afkvæmi bæði með afríska villikettinum og þeim evrópska, og það veldur miklum áhyggjum náttúrufræðinga að hlutfall blendinga þessara tegunda hefur aukist á kostnað villikattastofnanna.
Dýrafræðingar hafa deilt um flokkunarfræði og innbyrðis skyldleika evrópska villikattarins, þess afríska og heimiliskattarins. Í þessu svari er gengið útfrá að þeir séu í reynd sama tegundin, Felis silvestris, en einungis mismunandi deilitegundir. Byggist það fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þessir hópar geta átt saman frjó afkvæmi. Latnesku fræðiheitin Felis silvestris lybica yfir afríska villiköttinn, Felis silvestris silvestris yfir þann evrópska, og Felis silvestris catus yfir heimilisköttinn, eru því notuð hér í stað heitanna Felis lybicus, Felis silvestris og Felis catus sem mundu þýða að hér væri um aðgreindar tegundir að ræða. Það sjónarmið hefur að vísu notið töluverðs fylgis en er nú á undanhaldi.

Aðrar deilitegundir villikattarins lifa á eyjum undan ströndum meginlandanna og hafa einangrast frá öðrum dýrum tegundarinnar, en samt ekki meira en svo að þeir geta enn átt frjó afkvæmi með öðrum villiköttum. Slík villikattakyn lifa til dæmis á Bretlandi og á Miðjarðarhafseyjunum Krít, Korsíku og Baleareyjum (Mallorca, Menorca, Ibiza og fleirum).

Deilt er raunar um hvort villikettirnir á Miðjarðarhafseyjunum séu afkomendur afríska eða evrópska villikattarins. Einnig er talið mögulegt að um sé hér að ræða heimilisketti sem hafi sloppið um það leyti sem húsdýrahald katta fluttist til Evrópu, eða fyrir um 2000 árum.

Myndir:...