Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleitt (yfir höfuð) sagt eitthvað?“ Hins vegar er sambandið notað um eitthvað altækt eins og „Uffe er nok min bedste ven overhovedet“, það er „Uffe er langbesti (yfir höfuð besti) vinur minn.“


Á 14. öld merkti þýska orðasambandið „über houbet“ að kaupa eða selja heilan flokk af kvikfénaði án þess að telja hvern haus.

Danska orðasambandið er fengið að láni úr þýsku überhaupt ‛yfirleitt’. Það má rekja aftur á 14. öld og til sölu á kvikfénaði. Að kaupa eða selja „über houbet“ merkti að kaupa eða selja heilan flokk af kvikfénaði án þess að telja hvern haus. Í aldanna rás víkkaði síðan merkingin og var á 18. öld orðin sú sem notuð er í dag.

Íslenska sambandið er notað í sömu merkingu og hið danska, oft með viðbótinni að tala, það er yfir höfuð að tala. Merkingin er ‛yfirleitt, almennt’, til dæmis: „Íslendingar eru yfir höfuð bjartsýnir,“ eða „hann sýtir yfir höfuð ekki orðinn hlut“.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.11.2011

Spyrjandi

Agnes Agnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2011. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31433.

Guðrún Kvaran. (2011, 2. nóvember). Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31433

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2011. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31433>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?
Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleitt (yfir höfuð) sagt eitthvað?“ Hins vegar er sambandið notað um eitthvað altækt eins og „Uffe er nok min bedste ven overhovedet“, það er „Uffe er langbesti (yfir höfuð besti) vinur minn.“


Á 14. öld merkti þýska orðasambandið „über houbet“ að kaupa eða selja heilan flokk af kvikfénaði án þess að telja hvern haus.

Danska orðasambandið er fengið að láni úr þýsku überhaupt ‛yfirleitt’. Það má rekja aftur á 14. öld og til sölu á kvikfénaði. Að kaupa eða selja „über houbet“ merkti að kaupa eða selja heilan flokk af kvikfénaði án þess að telja hvern haus. Í aldanna rás víkkaði síðan merkingin og var á 18. öld orðin sú sem notuð er í dag.

Íslenska sambandið er notað í sömu merkingu og hið danska, oft með viðbótinni að tala, það er yfir höfuð að tala. Merkingin er ‛yfirleitt, almennt’, til dæmis: „Íslendingar eru yfir höfuð bjartsýnir,“ eða „hann sýtir yfir höfuð ekki orðinn hlut“.

Mynd:...