Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:30 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík

Verður heimsendir árið 2012?

Gunnar Þór Magnússon

Að undanförnu hefur borið mikið á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er því spáð að segulpólarnir muni skipta um stöðu, segulsviðið hverfi og við verðum geislun að bráð; enn aðrar halda því fram að risapláneta muni fara um sólkerfið og eyða öllu lífi; og að lokum segja einhverjar að jörðin, sólin og miðja Vetrarbrautarinnar verði í beinni línu, og að það sé af einhverjum ástæðum slæmur hlutur.

Þessar heimsendaspár bera frekar vitni um frjótt hugmyndaflug kenningasmiða sinna en raunveruleg endalok heimsins. Að fara í gegnum hverja spá fyrir sig tæki talsverðan tíma, og hér ætlum við frekar að útskýra ártalið 2012 en að afgreiða spárnar sem slíkar, svo við skulum láta nægja að hlaupa í gegnum þær á hundavaði: Þó kjarnorkustríð gæti vissulega eytt mannkyninu eru engar vísbendingar um að það sé líklegra nú en áður; segulpólarnir hafa oft skipt um stöðu, síðast fyrir um 800.000 árum, án þess að hafa teljanleg áhrif á sögu lífs á jörðinni; það eru hverfandi líkur á að risapláneta á sporbraut um sólina hafi dulist augum manna síðustu þúsund ár; og vegna þess að jörðin snýst um sólina eru jörðin, sólin og miðja vetrarbrautarinnar í beinni línu tvisvar á ári, og hingað til hefur það ekki haft heimsendi í för með sér.Tilraunasprenging í Frönsku Pólýnesíu á 8. áratugnum.

Eitt og sér er athyglisvert að flestar þessar heimsendaspár eiga ártalið 2012 sameiginlegt, en þar að auki tiltaka margar þeirra ákveðna dagsetningu: 21. desember 2012. Þessi dagsetning tengist siðmenningu Maya, en þá tekur eitt dagatal þeirra enda. Undir lok 9. áratugarins settu nokkrir nýaldarspekingar fram þá hugmynd að daginn þegar þetta dagatal tæki enda væri von á miklum hörmungum. Þessar hugmyndir hlutu nokkurn hljómgrunn innan nýaldarhreyfingarinnar, og hafa nú öðlast sjálfstætt líf. Fólk sem tengist nýaldarspeki ekki neitt er farið að tengja þessa dagsetningu við heimsendi.

Dagatalið sem um ræðir er kallað langa talningin (e. Long Count). Það er sprottið út úr sameiningu tveggja eldri dagatala, auk þarfarinnar til að geta skráð sögu þjóðar sem spannar nokkur hundruð ár. Dagsetningar eru táknaðar með fimm tölum sem sýna hversu langur tími er liðinn frá fyrirfram ákveðnum degi. Þessi upphafsdagur, sem var táknaður sem 0.0.0.0.0 í dagatali Maya, er 11. ágúst árið 3114 f.Kr. að okkar tímatali, og þegar þetta er skrifað er dagurinn 12.19.15.10.8 samkvæmt tímatali Maya, eða 12. ágúst 2008.

Til að fá hugmynd um hvernig dagatalið virkar er best að taka nokkur einföld dæmi:

0.0.0.0.1 táknar 1 dag,

0.0.0.1.0 táknar 20 daga,

0.0.1.0.0 táknar um það bil eitt ár, eða 360 daga,

0.1.0.0.0 táknar tæp 20 ár, eða 7200 daga, og

1.0.0.0.0 táknar tæp 400 ár, eða 144.000 daga.

Tölur Maya. Þeir notuðu grunntöluna 20 fyrir talnakerfið sitt, en við notum 10.

Flestar tölurnar í dagatalinu ganga svo frá 0 og upp í 19, nema miðjutalan sem gengur frá 0 og upp í 17, og talan lengst til vinstri sem ákveðin óvissa ríkir um; helst telja menn að hún eigi annað hvort að vera á milli 0 og 12, eða á milli 0 og 19. Ef hún gengur bara upp í 12, þá tekur dagatalið enda á degi sem má tákna með 13.0.0.0.0, en það er einmitt 21. desember árið 2012 að okkar tímatali. Við vitum ekki hvort Mayar héldu að eitthvað merkilegt myndi gerast á þessum degi, og sér í lagi ekki hvort þeir töldu að það yrði heimsendir. Reyndar er það ólíklegt í ljósi þess að þeir trúðu að tíminn væri lotubundið fyrirbæri; samkvæmt Mayum hafði veröldin verið til á undan deginum 0.0.0.0.0, og hún yrði áfram til eftir að dagatal þeirra tæki enda.

Miðað við reynslu okkar í vestrænu þjóðfélagi er það í raun nokkuð undarleg hugmynd að tengja saman endalok dagatals og heimsendi. Á hverju ári endurtaka sömu mánaðardagarnir sig í okkar dagatali; þannig getum við gengið að því vísu að 12. ágúst hafi verið á síðasta ári, sé á þessu ári, og verði aftur á næsta ári. Dagatalið okkar tekur enda þann 31. desember, og á eftir honum kemur einfaldlega 1. janúar, en ekki heimsendir. Á sama hátt er hæpið að ætla að heimsendir verði þann 21.12.2012 þrátt fyrir að þá taki dagatal Maya enda, og því engin ástæða fyrir landsmenn að sleppa jólaundirbúningnum það árið.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Aðrir spyrjendur voru:
Jón Daði Böðvarsson, Smári Freyr Snæbjörnsson, Sveinbjörg Birta Ágústsdóttir og Sveinn Ólafsson.

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

4.9.2008

Spyrjandi

Bjarnfinnur Ragnar Þorkelsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Verður heimsendir árið 2012?“ Vísindavefurinn, 4. september 2008. Sótt 27. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=31494.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 4. september). Verður heimsendir árið 2012? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31494

Gunnar Þór Magnússon. „Verður heimsendir árið 2012?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2008. Vefsíða. 27. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31494>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verður heimsendir árið 2012?
Að undanförnu hefur borið mikið á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er því spáð að segulpólarnir muni skipta um stöðu, segulsviðið hverfi og við verðum geislun að bráð; enn aðrar halda því fram að risapláneta muni fara um sólkerfið og eyða öllu lífi; og að lokum segja einhverjar að jörðin, sólin og miðja Vetrarbrautarinnar verði í beinni línu, og að það sé af einhverjum ástæðum slæmur hlutur.

Þessar heimsendaspár bera frekar vitni um frjótt hugmyndaflug kenningasmiða sinna en raunveruleg endalok heimsins. Að fara í gegnum hverja spá fyrir sig tæki talsverðan tíma, og hér ætlum við frekar að útskýra ártalið 2012 en að afgreiða spárnar sem slíkar, svo við skulum láta nægja að hlaupa í gegnum þær á hundavaði: Þó kjarnorkustríð gæti vissulega eytt mannkyninu eru engar vísbendingar um að það sé líklegra nú en áður; segulpólarnir hafa oft skipt um stöðu, síðast fyrir um 800.000 árum, án þess að hafa teljanleg áhrif á sögu lífs á jörðinni; það eru hverfandi líkur á að risapláneta á sporbraut um sólina hafi dulist augum manna síðustu þúsund ár; og vegna þess að jörðin snýst um sólina eru jörðin, sólin og miðja vetrarbrautarinnar í beinni línu tvisvar á ári, og hingað til hefur það ekki haft heimsendi í för með sér.Tilraunasprenging í Frönsku Pólýnesíu á 8. áratugnum.

Eitt og sér er athyglisvert að flestar þessar heimsendaspár eiga ártalið 2012 sameiginlegt, en þar að auki tiltaka margar þeirra ákveðna dagsetningu: 21. desember 2012. Þessi dagsetning tengist siðmenningu Maya, en þá tekur eitt dagatal þeirra enda. Undir lok 9. áratugarins settu nokkrir nýaldarspekingar fram þá hugmynd að daginn þegar þetta dagatal tæki enda væri von á miklum hörmungum. Þessar hugmyndir hlutu nokkurn hljómgrunn innan nýaldarhreyfingarinnar, og hafa nú öðlast sjálfstætt líf. Fólk sem tengist nýaldarspeki ekki neitt er farið að tengja þessa dagsetningu við heimsendi.

Dagatalið sem um ræðir er kallað langa talningin (e. Long Count). Það er sprottið út úr sameiningu tveggja eldri dagatala, auk þarfarinnar til að geta skráð sögu þjóðar sem spannar nokkur hundruð ár. Dagsetningar eru táknaðar með fimm tölum sem sýna hversu langur tími er liðinn frá fyrirfram ákveðnum degi. Þessi upphafsdagur, sem var táknaður sem 0.0.0.0.0 í dagatali Maya, er 11. ágúst árið 3114 f.Kr. að okkar tímatali, og þegar þetta er skrifað er dagurinn 12.19.15.10.8 samkvæmt tímatali Maya, eða 12. ágúst 2008.

Til að fá hugmynd um hvernig dagatalið virkar er best að taka nokkur einföld dæmi:

0.0.0.0.1 táknar 1 dag,

0.0.0.1.0 táknar 20 daga,

0.0.1.0.0 táknar um það bil eitt ár, eða 360 daga,

0.1.0.0.0 táknar tæp 20 ár, eða 7200 daga, og

1.0.0.0.0 táknar tæp 400 ár, eða 144.000 daga.

Tölur Maya. Þeir notuðu grunntöluna 20 fyrir talnakerfið sitt, en við notum 10.

Flestar tölurnar í dagatalinu ganga svo frá 0 og upp í 19, nema miðjutalan sem gengur frá 0 og upp í 17, og talan lengst til vinstri sem ákveðin óvissa ríkir um; helst telja menn að hún eigi annað hvort að vera á milli 0 og 12, eða á milli 0 og 19. Ef hún gengur bara upp í 12, þá tekur dagatalið enda á degi sem má tákna með 13.0.0.0.0, en það er einmitt 21. desember árið 2012 að okkar tímatali. Við vitum ekki hvort Mayar héldu að eitthvað merkilegt myndi gerast á þessum degi, og sér í lagi ekki hvort þeir töldu að það yrði heimsendir. Reyndar er það ólíklegt í ljósi þess að þeir trúðu að tíminn væri lotubundið fyrirbæri; samkvæmt Mayum hafði veröldin verið til á undan deginum 0.0.0.0.0, og hún yrði áfram til eftir að dagatal þeirra tæki enda.

Miðað við reynslu okkar í vestrænu þjóðfélagi er það í raun nokkuð undarleg hugmynd að tengja saman endalok dagatals og heimsendi. Á hverju ári endurtaka sömu mánaðardagarnir sig í okkar dagatali; þannig getum við gengið að því vísu að 12. ágúst hafi verið á síðasta ári, sé á þessu ári, og verði aftur á næsta ári. Dagatalið okkar tekur enda þann 31. desember, og á eftir honum kemur einfaldlega 1. janúar, en ekki heimsendir. Á sama hátt er hæpið að ætla að heimsendir verði þann 21.12.2012 þrátt fyrir að þá taki dagatal Maya enda, og því engin ástæða fyrir landsmenn að sleppa jólaundirbúningnum það árið.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Aðrir spyrjendur voru:
Jón Daði Böðvarsson, Smári Freyr Snæbjörnsson, Sveinbjörg Birta Ágústsdóttir og Sveinn Ólafsson.
...