Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Hvað eru til margar tegundir af stórum köttum (ljónum, tígrísdýrum og þess háttar)?


Svokallaðir stórkettir eru þau kattardýr sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Í þessari ættkvísl eru alls fimm tegundir stórvaxinna kattardýra, þau eru:
  • Ljón (Panthera leo)
  • Tígrisdýr (Panthera tigris)
  • Hlébarði (Panthera pardus)
  • Snæhlébarði (Panthera eða Leo uncia)
  • Jagúar (Panthera onca)

Nokkrir aðrir stórvaxnir kettir tilheyra ekki þessari ættkvísl, svo sem ameríska fjallaljónið (Felis concolor), oft kallað púma, sem er innan sömu ættkvíslar og heimiliskötturinn (Felis spp.) en um ætt og ættkvísl heimiliskattarins má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Af hvaða dýri er kötturinn kominn?

Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er flokkaður í ættkvíslina Acinonyx einn katta, enda er hann ákaflega sérhæfður til vaxtalags, fótalengri og grennri en önnur kattardýr. Vaxtarlag blettatígursins er skýr aðlögun að þeim lífsháttum hans að hremma bráð á spretti. Blettatígrar lifa á mun opnari svæðum en stórkettirnir, á staktrjáasléttum (hitabeltisgresjum, Savannah-sléttum) Afríku. Stórkettirnir veiða hinsvegar með því að læðast að bráðinni og stökkva síðan á hana. Ljón eru þó undantekning frá þessari reglu á veiðiaðferðum stórkattanna því ljón eru hópdýr og veiða kvendýrin nokkur saman sem er einstakt félagsmynstur meðal kattardýra.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.2.2003

Spyrjandi

Elísabet Bjarnadóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3152.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. febrúar). Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3152

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3152>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hvað eru til margar tegundir af stórum köttum (ljónum, tígrísdýrum og þess háttar)?


Svokallaðir stórkettir eru þau kattardýr sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Í þessari ættkvísl eru alls fimm tegundir stórvaxinna kattardýra, þau eru:
  • Ljón (Panthera leo)
  • Tígrisdýr (Panthera tigris)
  • Hlébarði (Panthera pardus)
  • Snæhlébarði (Panthera eða Leo uncia)
  • Jagúar (Panthera onca)

Nokkrir aðrir stórvaxnir kettir tilheyra ekki þessari ættkvísl, svo sem ameríska fjallaljónið (Felis concolor), oft kallað púma, sem er innan sömu ættkvíslar og heimiliskötturinn (Felis spp.) en um ætt og ættkvísl heimiliskattarins má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Af hvaða dýri er kötturinn kominn?

Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er flokkaður í ættkvíslina Acinonyx einn katta, enda er hann ákaflega sérhæfður til vaxtalags, fótalengri og grennri en önnur kattardýr. Vaxtarlag blettatígursins er skýr aðlögun að þeim lífsháttum hans að hremma bráð á spretti. Blettatígrar lifa á mun opnari svæðum en stórkettirnir, á staktrjáasléttum (hitabeltisgresjum, Savannah-sléttum) Afríku. Stórkettirnir veiða hinsvegar með því að læðast að bráðinni og stökkva síðan á hana. Ljón eru þó undantekning frá þessari reglu á veiðiaðferðum stórkattanna því ljón eru hópdýr og veiða kvendýrin nokkur saman sem er einstakt félagsmynstur meðal kattardýra.

Myndir:...