Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er innbyrðis hreyfing?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á innbyrðis hreyfingu sem ræðst af mismuninum á hraða hans og mínum hraða.

Stundum er sagt að öll hreyfing sé afstæð en með því er ekki átt við annað en það að alla hreyfingu þarf að miða við eitthvað. Þegar við göngum á yfirborði jarðar er auðvitað einfalt að miða hreyfinguna við jörðina kringum okkur enda er það okkur tamast. Þó vitum við að jörðin er á sífelldum snúningi um sjálfa sig þannig að hreyfingin miðað við jarðarmiðju er allt önnur en hreyfingin miðað við umhverfið. Við vitum líka að jörðin er á sífelldri hreyfingu miðað við sól og hreyfing okkar miðað við sól er því enn önnur en miðað við jarðarmiðju.



Hugsum okkur að ég sé í strætisvagni sem ekur til norðurs með hraðanum 30 km/klst. Ef ég sit kyrr í vagninum þá er ég á sama hraða og vagninn og innbyrðis hreyfing mín og vagnsins er engin. Ef ég geng hins vegar fram eftir vagninum með hraðanum 4 km/klst, þá er hraði minn miðað við götuna 34 km/klst til norðurs. Innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins er hins vegar lýst með þessum 4 km/klst fram á við.

Ef ég geng hins vegar aftur á bak eða til suðurs í vagninum með hraðanum 4 km/klst þá dregst hraðinn í þeirri innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins frá aksturshraða hans og hraði minn miðað við jörð verður 26 km/h til norðurs.

Tunglið gengur um jörðina eftir braut sem er nærri því hringlaga. Við segjum því stundum að innbyrðis hreyfing tungls og jarðar sé hringhreyfing. En jafnframt þessari hreyfingu tunglsins er kerfi jarðar og tungls á sífelldri brautarhreyfingu um sól, og hreyfing tunglsins miðað við sól verður því mun flóknari en miðað við jörð.

Lýsing hreyfingar fellur venjulega undir þá megingrein eðlisfræðinnar sem nefnist aflfræði (mechanics), nánar tiltekið undir þá undirgrein hennar sem kallast gangfræði eða hreyfilýsing (kinematics). Í kennslubókum á þessum sviðum má finna enn meiri upplýsingar um þetta.

Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

20.2.2003

Spyrjandi

Loftur Hreinsson, f. 1988

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er innbyrðis hreyfing?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3159.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 20. febrúar). Hvað er innbyrðis hreyfing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3159

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er innbyrðis hreyfing?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3159>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er innbyrðis hreyfing?
Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á innbyrðis hreyfingu sem ræðst af mismuninum á hraða hans og mínum hraða.

Stundum er sagt að öll hreyfing sé afstæð en með því er ekki átt við annað en það að alla hreyfingu þarf að miða við eitthvað. Þegar við göngum á yfirborði jarðar er auðvitað einfalt að miða hreyfinguna við jörðina kringum okkur enda er það okkur tamast. Þó vitum við að jörðin er á sífelldum snúningi um sjálfa sig þannig að hreyfingin miðað við jarðarmiðju er allt önnur en hreyfingin miðað við umhverfið. Við vitum líka að jörðin er á sífelldri hreyfingu miðað við sól og hreyfing okkar miðað við sól er því enn önnur en miðað við jarðarmiðju.



Hugsum okkur að ég sé í strætisvagni sem ekur til norðurs með hraðanum 30 km/klst. Ef ég sit kyrr í vagninum þá er ég á sama hraða og vagninn og innbyrðis hreyfing mín og vagnsins er engin. Ef ég geng hins vegar fram eftir vagninum með hraðanum 4 km/klst, þá er hraði minn miðað við götuna 34 km/klst til norðurs. Innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins er hins vegar lýst með þessum 4 km/klst fram á við.

Ef ég geng hins vegar aftur á bak eða til suðurs í vagninum með hraðanum 4 km/klst þá dregst hraðinn í þeirri innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins frá aksturshraða hans og hraði minn miðað við jörð verður 26 km/h til norðurs.

Tunglið gengur um jörðina eftir braut sem er nærri því hringlaga. Við segjum því stundum að innbyrðis hreyfing tungls og jarðar sé hringhreyfing. En jafnframt þessari hreyfingu tunglsins er kerfi jarðar og tungls á sífelldri brautarhreyfingu um sól, og hreyfing tunglsins miðað við sól verður því mun flóknari en miðað við jörð.

Lýsing hreyfingar fellur venjulega undir þá megingrein eðlisfræðinnar sem nefnist aflfræði (mechanics), nánar tiltekið undir þá undirgrein hennar sem kallast gangfræði eða hreyfilýsing (kinematics). Í kennslubókum á þessum sviðum má finna enn meiri upplýsingar um þetta.

Mynd: HB...