Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?

Árni V. Þórsson

Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15 ára aldurs miðað við 100.000 íbúa á þeim aldri. Nýjar tölur fyrir Finnland eru 50 börn á ári fyrir hverja 100.000 íbúa, Svíþjóð 35, Noregur 23, Ísland um það bil 13. Annars staðar í heiminum eru þessar tölur mun lægri, eða jafnvel minni en 1 í Austur-Asíulöndum.

Orsakir sykursýki eru ekki þekktar þegar þetta er ritað, en nánast er útilokað að aukningin sem hér var lýst geti skýrst af erfðaþáttum einum sér. Miklar rannsóknir hafa farið fram og standa yfir til að leita að hugsanlegum orsakaþáttum, en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Athyglisvert er að aukningin í Finnlandi og Svíþjóð á síðasta áratug virðist einkum vera hjá yngstu börnunum, það er innan 5 ára aldurs. Mesta aukning sykursýki hjá börnum sem hefur mælst, er þó í löndum Austur-Evrópu nú á síðustu árum eða 5-6% á ári.

Því miður eru engar tiltækar skýringar á þessum fyrirbærum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Sjá nánari umfjöllun um sykursýki á ensku:

Höfundur

lektor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.4.2000

Spyrjandi

Helga Katrín, fædd 1988

Tilvísun

Árni V. Þórsson. „Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2000, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=316.

Árni V. Þórsson. (2000, 3. apríl). Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=316

Árni V. Þórsson. „Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2000. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=316>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15 ára aldurs miðað við 100.000 íbúa á þeim aldri. Nýjar tölur fyrir Finnland eru 50 börn á ári fyrir hverja 100.000 íbúa, Svíþjóð 35, Noregur 23, Ísland um það bil 13. Annars staðar í heiminum eru þessar tölur mun lægri, eða jafnvel minni en 1 í Austur-Asíulöndum.

Orsakir sykursýki eru ekki þekktar þegar þetta er ritað, en nánast er útilokað að aukningin sem hér var lýst geti skýrst af erfðaþáttum einum sér. Miklar rannsóknir hafa farið fram og standa yfir til að leita að hugsanlegum orsakaþáttum, en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Athyglisvert er að aukningin í Finnlandi og Svíþjóð á síðasta áratug virðist einkum vera hjá yngstu börnunum, það er innan 5 ára aldurs. Mesta aukning sykursýki hjá börnum sem hefur mælst, er þó í löndum Austur-Evrópu nú á síðustu árum eða 5-6% á ári.

Því miður eru engar tiltækar skýringar á þessum fyrirbærum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Sjá nánari umfjöllun um sykursýki á ensku:...