Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðar í heild sinni:

Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar?

Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) og hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) sem nýta sér síldina sér til viðurværis.

Atferli hnúfubaka við veiðar á síld, loðnu og öðrum uppsjávarfiskum sem lifa í torfum, er vel þekkt enda hefur það verið mikið rannsakað. Kunn eru dæmi um að nokkrir hnúfubakar vinni náið saman við veiðarnar. Fyrst mynda þeir loftbólur umhverfis fiskitorfuna. Það hræðir fiskinn og hann þjappar sér saman. Svo mynda hvalirnir loftbólur undir torfunni þannig að fiskurinn leitar alveg upp að yfirborði sjávar, og þá gera hvalirnir atlögu að torfunni. Með opið ginið synda þeir í torfuna og moka fiskinum upp í sig.




Önnur veiðiaðferð á síld er þekkt meðal háhyrninga. Hún er algeng sjón við strendur Noregs á hverju ári, þegar síldartorfur ganga árlega inn á firðina, til dæmis Tyrsfjörð. Háhyrningarnir ráðast einn í einu á torfuna og slá í hana með sporðinum og rota þannig fjölda fiska sem þeir svo tína upp, einn af öðrum.

Þessar veiðiaðferðir krefjast skipulags sem algengt er að sjá meðal rándýra, á láði og legi. Ef spurt er hvort þessar skepnur eru gáfaðar, verður að svara því játandi. Hvalir á borð við þær tegundir sem nefndar eru hér að ofan, búa yfir miklu viti.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.2.2003

Spyrjandi

Axel Andrésson, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3165.

Jón Már Halldórsson. (2003, 24. febrúar). Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3165

Jón Már Halldórsson. „Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3165>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?
Spurningin hljóðar í heild sinni:

Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar?

Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) og hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) sem nýta sér síldina sér til viðurværis.

Atferli hnúfubaka við veiðar á síld, loðnu og öðrum uppsjávarfiskum sem lifa í torfum, er vel þekkt enda hefur það verið mikið rannsakað. Kunn eru dæmi um að nokkrir hnúfubakar vinni náið saman við veiðarnar. Fyrst mynda þeir loftbólur umhverfis fiskitorfuna. Það hræðir fiskinn og hann þjappar sér saman. Svo mynda hvalirnir loftbólur undir torfunni þannig að fiskurinn leitar alveg upp að yfirborði sjávar, og þá gera hvalirnir atlögu að torfunni. Með opið ginið synda þeir í torfuna og moka fiskinum upp í sig.




Önnur veiðiaðferð á síld er þekkt meðal háhyrninga. Hún er algeng sjón við strendur Noregs á hverju ári, þegar síldartorfur ganga árlega inn á firðina, til dæmis Tyrsfjörð. Háhyrningarnir ráðast einn í einu á torfuna og slá í hana með sporðinum og rota þannig fjölda fiska sem þeir svo tína upp, einn af öðrum.

Þessar veiðiaðferðir krefjast skipulags sem algengt er að sjá meðal rándýra, á láði og legi. Ef spurt er hvort þessar skepnur eru gáfaðar, verður að svara því játandi. Hvalir á borð við þær tegundir sem nefndar eru hér að ofan, búa yfir miklu viti.

Mynd:...