Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?

Hægt hefur verið að græða sjálfvirka insúlíndælur inn í sykursjúka að minnsta kosti síðastliðin 20 ár. Þetta er þó sjaldan gert og þykir ekki betri kostur en að sprauta sig 4 sinnum á dag eða að hafa tölvustýrða dælu utan á líkamanum. Gallinn við þessar sjálfvirku dælur er að enn hefur ekki tekist að láta þær mæla blóðsykurinn og dæla insúlíni inn í samræmi við hann eins og betafrumur í heilbrigðum briskirtli gera. Meiri framtíð er talin vera í ígræðslu betafrumna í fólk með sykursýki, þótt þar séu enn þá ýmis ljón á veginum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Sjá nánari umfjöllun um sykursýki á ensku:

Útgáfudagur

3.4.2000

Spyrjandi

Arnar Jan Jónsson

Höfundur

dósent í læknisfræði við HÍ

Tilvísun

Ástráður B. Hreiðarsson. „Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2000. Sótt 21. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=317.

Ástráður B. Hreiðarsson. (2000, 3. apríl). Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=317

Ástráður B. Hreiðarsson. „Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2000. Vefsíða. 21. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=317>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Helga Zoega

1976

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild HÍ. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.