Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim.

Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þegar talað er um Jesús sem Isa ibn Maryam eða Jesús sonur Maríu.

Einnig eru foreldrar oft nefndir eftir börnum sínum, yfirleitt elsta syninum. Faðir Da'uds (Davíðs) er þess vegna nefndur abu Da'ud og móðir Salims heitir umm Salim.

Eins og sést á nafni Múhameðs er hann sonur 'Abd Allah sem var sonur 'Abd al-Mut talib sem var sonur Hashim.



Múslimar vísa yfirleitt til spámannsins með nafninu Múhameð og láta stafina saas eða saws fylgja á eftir en þeir standa fyrir "Salla Allahu 'Alaihi Wa Sallam" sem merkir 'megi blessun og friður Allah fylgja honum'. Í enskum textum má stundum sjá stafina pbuh fylgja nafninu en þeir standa fyrir 'Peace be upon him'.

Í svonefndum Hadith-textum, sem eru frásagnir af lífi spámannsins, eru nokkur leiðbeiningaratriði um arabísk nöfn. Þar er nafnið Abdullah sem merkir 'þjónn guðs' vegsamað sem og nafn spámannsins, en Múhameð sem þýðir 'verður lofs' mun vera algengasta nafn múslima.

Samkvæmt Hadith ber að varast nafnið Maliku al-Amlak sem merkir 'konungur konunga' en slík nafngift er merki um hroka þar sem aðeins Allah má bera slíkt nafn.

Heimildir og mynd

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.2.2003

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Dagmar Sigurðardóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2003, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3175.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 26. febrúar). Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3175

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2003. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3175>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?
Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim.

Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þegar talað er um Jesús sem Isa ibn Maryam eða Jesús sonur Maríu.

Einnig eru foreldrar oft nefndir eftir börnum sínum, yfirleitt elsta syninum. Faðir Da'uds (Davíðs) er þess vegna nefndur abu Da'ud og móðir Salims heitir umm Salim.

Eins og sést á nafni Múhameðs er hann sonur 'Abd Allah sem var sonur 'Abd al-Mut talib sem var sonur Hashim.



Múslimar vísa yfirleitt til spámannsins með nafninu Múhameð og láta stafina saas eða saws fylgja á eftir en þeir standa fyrir "Salla Allahu 'Alaihi Wa Sallam" sem merkir 'megi blessun og friður Allah fylgja honum'. Í enskum textum má stundum sjá stafina pbuh fylgja nafninu en þeir standa fyrir 'Peace be upon him'.

Í svonefndum Hadith-textum, sem eru frásagnir af lífi spámannsins, eru nokkur leiðbeiningaratriði um arabísk nöfn. Þar er nafnið Abdullah sem merkir 'þjónn guðs' vegsamað sem og nafn spámannsins, en Múhameð sem þýðir 'verður lofs' mun vera algengasta nafn múslima.

Samkvæmt Hadith ber að varast nafnið Maliku al-Amlak sem merkir 'konungur konunga' en slík nafngift er merki um hroka þar sem aðeins Allah má bera slíkt nafn.

Heimildir og mynd...