Múslimar vísa yfirleitt til spámannsins með nafninu Múhameð og láta stafina saas eða saws fylgja á eftir en þeir standa fyrir "Salla Allahu 'Alaihi Wa Sallam" sem merkir 'megi blessun og friður Allah fylgja honum'. Í enskum textum má stundum sjá stafina pbuh fylgja nafninu en þeir standa fyrir 'Peace be upon him'. Í svonefndum Hadith-textum, sem eru frásagnir af lífi spámannsins, eru nokkur leiðbeiningaratriði um arabísk nöfn. Þar er nafnið Abdullah sem merkir 'þjónn guðs' vegsamað sem og nafn spámannsins, en Múhameð sem þýðir 'verður lofs' mun vera algengasta nafn múslima. Samkvæmt Hadith ber að varast nafnið Maliku al-Amlak sem merkir 'konungur konunga' en slík nafngift er merki um hroka þar sem aðeins Allah má bera slíkt nafn. Heimildir og mynd
Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?
Múslimar vísa yfirleitt til spámannsins með nafninu Múhameð og láta stafina saas eða saws fylgja á eftir en þeir standa fyrir "Salla Allahu 'Alaihi Wa Sallam" sem merkir 'megi blessun og friður Allah fylgja honum'. Í enskum textum má stundum sjá stafina pbuh fylgja nafninu en þeir standa fyrir 'Peace be upon him'. Í svonefndum Hadith-textum, sem eru frásagnir af lífi spámannsins, eru nokkur leiðbeiningaratriði um arabísk nöfn. Þar er nafnið Abdullah sem merkir 'þjónn guðs' vegsamað sem og nafn spámannsins, en Múhameð sem þýðir 'verður lofs' mun vera algengasta nafn múslima. Samkvæmt Hadith ber að varast nafnið Maliku al-Amlak sem merkir 'konungur konunga' en slík nafngift er merki um hroka þar sem aðeins Allah má bera slíkt nafn. Heimildir og mynd
Útgáfudagur
26.2.2003
Síðast uppfært
8.11.2018
Spyrjandi
Dagmar Sigurðardóttir, f. 1989
Tilvísun
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2003, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3175.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 26. febrúar). Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3175
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2003. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3175>.