Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Sævar Helgi Bragason

Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þannig framkvæmdi áhöfnin um 80 tilraunir. Ferðin endaði eins og allir vita hræðilega þann 1. febrúar 2003, þegar geimferjan brotnaði upp á leiðinni til jarðar, aðeins 16 mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Þegar þetta svar er skrifað, er ekki enn vitað hvað fór úrskeiðis.



Ilan Ramon fæddist 20. júní, 1954 í Tel Aviv í Ísrael. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og fjögur börn. Ramon útskrifaðist úr Tel Aviv-háskóla árið 1987 með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvunarfræði. Hann var orrustuflugmaður ísraelska flughersins og barðist til að mynda í stríðinu í Líbanon 1982 og hlaut orðu fyrir. Ramon var mjög reyndur flugmaður með yfir 4000 flugstundir. Hann var valinn af NASA til geimfaraþjálfunar og fór í fyrsta sinn út í geiminn með Kólumbíu 16. janúar 2003.



Rick Douglas Husband fæddist 12. júlí, 1957 í Amarillo í Texas. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og tvo börn. Husband útskrifaðist úr tækniháskólanum í Texas árið 1980 með B.Sc gráðu í verkfræði og með meistaragráðu í verkfræði frá Kaliforníuháskóla í Fresno árið 1990. Hann var liðþjálfi í bandaríska flughernum og hafði rúmlega 3800 flugstundir á meira en 40 mismunandi flugvélum, ásamt því að hafa verið tilraunaflugmaður. Husband var valinn af NASA til geimferðarþjálfunar árið 1994 og hóf æfingar í mars árið 1995. Hann fór í sína fyrstu geimferð árið 1999, STS-96 Discovery, í tíu daga ferð sem hafði þann megintilgang að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni.



William C. McCool fæddist 23. september, 1961 í San Diego í Kaliforníu. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og barn. McCool útskrifaðist með meistaragráðu í tölvunarfræði frá Marylandháskóla árið 1985 og var einnig með meistaragráðu í flugverkfræði. McCool lauk flugþjálfun árið 1986 átti meira en 2800 flugstundir að baki í 24 flugvélategundum, ásamt því að vera reynsluflugmaður. McCool var valinn af NASA í apríl árið 1996 og kom til æfinga í ágúst sama ár. Hann lauk æfingum á tveimur árum en fór fyrst út í geiminn 16. janúar, 2003 um borð í Kólumbíu.



Michael P. Anderson fæddist 25. desember, 1959 í Plattsburgh í New York ríki. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og börn. Anderson útskrifaðist með B.Sc gráðu í eðlis- og stjörnufræði frá Washington háskóla árið 1981 og meistaragráðu í eðlisfræði frá Creighton-háskóla árið 1990. Anderson var einnig lærður flugmaður og hafði lokið meira en 3000 flugstundum. Hann var valinn af NASA í desember árið 1994 og kom til æfinga í mars árið 1995. Hann lauk ársþjálfun og flaug um borð í STS-89 Endeavour, 22.-31. janúar, 1998, en tilgangur þeirrar ferðar var að tengjast geimstöðinni Mír. Um borð í Kólumbíu hafði Anderson yfirumsjón með öllum tilraunum og meginviðfangsefni hans var að rannsaka ákveðna tegund krabbameins sem er algeng meðal blökkumanna í Bandaríkjunum.



Kalpana Chawla fæddist árið 1961 í Karnal á Indlandi. Hún lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig eiginmann. Chawla útskrifaðist með B.Sc gráðu í flugverkfræði frá Punjab-verkfræðiskólanum á Indlandi árið 1982. Hún náði sér einnig í meistaragráðu í eldflaugaverkfræði frá Texas-háskóla árið 1984 og doktorsgráðu í sama fagi frá Colorado-háskóla árið 1988. Chawla var auk þess flugkennari. Hún hóf að starfa hjá NASA árið 1988 sem verkfræðingur en var í desember árið 1994 valin til geimfaraþjálfunar af NASA. Hún fór í sína fyrstu geimferð í nóvember árið 1997 um borð í STS-87 Kólumbíu og síðan aftur með Kólumbíu árið 2003.



Laurel Blair Salton Clark fæddist árið 1961 í Iowa. Hún lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig eiginmann og eitt barn. Clark útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Wisconsin-háskóla árið 1983 og doktorsgráðu í lyfjafræði frá sama skóla árið 1987. Á meðan hún var í námi í læknisfræði, stundaði hún köfunarþjálfun. Hún gekk í sjóherinn og var nokkrum sinnum um borð í kafbátum. Clark var valinn til geimfaraþjálfunar af NASA í apríl árið 1996. Hún var í þjálfun í tvö ár og fór loks út í geiminn um borð í Kólumbíu árið 2003.



David M. Brown fæddist 16. apríl 1956 í Arlington í Virginíu. Hann var einhleypur en eftirlifandi foreldrar hans eru Paul og Dorothy Brown. Brown var mikill íþróttamaður og tók meðal annars þátt í sirkussýningum. Hann útskrifaðist með B.Sc gráðu í líffræði frá William og Mary-háskóla árið 1978 og náði sér einnig í doktorsgráðu í lyfjafræði í Læknaskóla Austur-Virginíu árið 1982. Brown gekk í sjóherinn eftir háskólanám sitt. Hann átti að baki meira en 2700 flugstundir, ásamt því að vera reynsluflugmaður, meðal annars fyrir NASA. Brown var valinn af NASA í apríl 1996 og lauk tveggja ára þjálfun. Ferð hans með Kólumbíu í janúar 2003 var fyrsta ferð Browns út í geiminn þar sem hann vann að ýmsum líffræðitilraunum.

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.2.2003

Spyrjandi

Daníel Þór Valdimarsson, f. 1991

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2003, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3177.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 26. febrúar). Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3177

Sævar Helgi Bragason. „Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2003. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3177>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?
Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þannig framkvæmdi áhöfnin um 80 tilraunir. Ferðin endaði eins og allir vita hræðilega þann 1. febrúar 2003, þegar geimferjan brotnaði upp á leiðinni til jarðar, aðeins 16 mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Þegar þetta svar er skrifað, er ekki enn vitað hvað fór úrskeiðis.



Ilan Ramon fæddist 20. júní, 1954 í Tel Aviv í Ísrael. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og fjögur börn. Ramon útskrifaðist úr Tel Aviv-háskóla árið 1987 með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvunarfræði. Hann var orrustuflugmaður ísraelska flughersins og barðist til að mynda í stríðinu í Líbanon 1982 og hlaut orðu fyrir. Ramon var mjög reyndur flugmaður með yfir 4000 flugstundir. Hann var valinn af NASA til geimfaraþjálfunar og fór í fyrsta sinn út í geiminn með Kólumbíu 16. janúar 2003.



Rick Douglas Husband fæddist 12. júlí, 1957 í Amarillo í Texas. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og tvo börn. Husband útskrifaðist úr tækniháskólanum í Texas árið 1980 með B.Sc gráðu í verkfræði og með meistaragráðu í verkfræði frá Kaliforníuháskóla í Fresno árið 1990. Hann var liðþjálfi í bandaríska flughernum og hafði rúmlega 3800 flugstundir á meira en 40 mismunandi flugvélum, ásamt því að hafa verið tilraunaflugmaður. Husband var valinn af NASA til geimferðarþjálfunar árið 1994 og hóf æfingar í mars árið 1995. Hann fór í sína fyrstu geimferð árið 1999, STS-96 Discovery, í tíu daga ferð sem hafði þann megintilgang að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni.



William C. McCool fæddist 23. september, 1961 í San Diego í Kaliforníu. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og barn. McCool útskrifaðist með meistaragráðu í tölvunarfræði frá Marylandháskóla árið 1985 og var einnig með meistaragráðu í flugverkfræði. McCool lauk flugþjálfun árið 1986 átti meira en 2800 flugstundir að baki í 24 flugvélategundum, ásamt því að vera reynsluflugmaður. McCool var valinn af NASA í apríl árið 1996 og kom til æfinga í ágúst sama ár. Hann lauk æfingum á tveimur árum en fór fyrst út í geiminn 16. janúar, 2003 um borð í Kólumbíu.



Michael P. Anderson fæddist 25. desember, 1959 í Plattsburgh í New York ríki. Hann lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig konu og börn. Anderson útskrifaðist með B.Sc gráðu í eðlis- og stjörnufræði frá Washington háskóla árið 1981 og meistaragráðu í eðlisfræði frá Creighton-háskóla árið 1990. Anderson var einnig lærður flugmaður og hafði lokið meira en 3000 flugstundum. Hann var valinn af NASA í desember árið 1994 og kom til æfinga í mars árið 1995. Hann lauk ársþjálfun og flaug um borð í STS-89 Endeavour, 22.-31. janúar, 1998, en tilgangur þeirrar ferðar var að tengjast geimstöðinni Mír. Um borð í Kólumbíu hafði Anderson yfirumsjón með öllum tilraunum og meginviðfangsefni hans var að rannsaka ákveðna tegund krabbameins sem er algeng meðal blökkumanna í Bandaríkjunum.



Kalpana Chawla fæddist árið 1961 í Karnal á Indlandi. Hún lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig eiginmann. Chawla útskrifaðist með B.Sc gráðu í flugverkfræði frá Punjab-verkfræðiskólanum á Indlandi árið 1982. Hún náði sér einnig í meistaragráðu í eldflaugaverkfræði frá Texas-háskóla árið 1984 og doktorsgráðu í sama fagi frá Colorado-háskóla árið 1988. Chawla var auk þess flugkennari. Hún hóf að starfa hjá NASA árið 1988 sem verkfræðingur en var í desember árið 1994 valin til geimfaraþjálfunar af NASA. Hún fór í sína fyrstu geimferð í nóvember árið 1997 um borð í STS-87 Kólumbíu og síðan aftur með Kólumbíu árið 2003.



Laurel Blair Salton Clark fæddist árið 1961 í Iowa. Hún lést um borð í Kólumbíu og lætur eftir sig eiginmann og eitt barn. Clark útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Wisconsin-háskóla árið 1983 og doktorsgráðu í lyfjafræði frá sama skóla árið 1987. Á meðan hún var í námi í læknisfræði, stundaði hún köfunarþjálfun. Hún gekk í sjóherinn og var nokkrum sinnum um borð í kafbátum. Clark var valinn til geimfaraþjálfunar af NASA í apríl árið 1996. Hún var í þjálfun í tvö ár og fór loks út í geiminn um borð í Kólumbíu árið 2003.



David M. Brown fæddist 16. apríl 1956 í Arlington í Virginíu. Hann var einhleypur en eftirlifandi foreldrar hans eru Paul og Dorothy Brown. Brown var mikill íþróttamaður og tók meðal annars þátt í sirkussýningum. Hann útskrifaðist með B.Sc gráðu í líffræði frá William og Mary-háskóla árið 1978 og náði sér einnig í doktorsgráðu í lyfjafræði í Læknaskóla Austur-Virginíu árið 1982. Brown gekk í sjóherinn eftir háskólanám sitt. Hann átti að baki meira en 2700 flugstundir, ásamt því að vera reynsluflugmaður, meðal annars fyrir NASA. Brown var valinn af NASA í apríl 1996 og lauk tveggja ára þjálfun. Ferð hans með Kólumbíu í janúar 2003 var fyrsta ferð Browns út í geiminn þar sem hann vann að ýmsum líffræðitilraunum.

Heimildir:...