Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Unnar Árnason

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson)
  • Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson)
  • Voru Herkúles og allar hetjurnar grísku til? (Maríanna Ástmarsdóttir)


Grískar goðsögur hafa verið viðfangsefni fræðimanna úr mörgum vísindagreinum en fáir þeirra hafa verið sagnfræðingar. Hugtakið goðafræði er notað bæði um hugmyndaheim goðsagnanna og þau fræði sem kringum þær hafa spunnist. Á meðal þekktra fræðimanna sem hafa lagt goðafræði lið má nefna mannfræðingana James Frazer og Claude Lévi-Strauss, sálfræðingana Sigmund Freud og Carl Jung og loks bókmenntafræðinginn Joseph Campbell.

Skýringin á því af hverju sagnfræðin hefur lítið lagt lag sitt við goðafræði er líklega aldur sagnanna og heimildaskortur um þær. Elstu heimildir um gríska goðafræði og goðsögur, eru raktar til skáldanna Hómers og Hesíóds (Hesiódosar) sem talið er að hafi verið uppi á 8. öld f. Kr. Nákvæmari tímasetningar eru ekki til en hefðbundið er þó að telja að Hesíód sé yngri en Hómer. Um er að ræða hinar þekktu Hómerskviður (Ilíons- og Ódysseifskviðu) og kvæði Hesíóds, Verk og daga (Erga kai hemerai) og Guðakyn (Þeógóníu).

Eitt af fáum dæmum úr fornleifafræðinni sem rennir stoðum undir verk Hómers og Hesíóds, er uppgröftur Trójuborgar í núverandi Tyrklandi. Lengi vel var talið að Ilíonskviða Hómers væri hreinn skáldskapur, þangað til að Þjóðverjinn Heinrich Schliemann gróf upp Tróju árið 1873, og merki fundust um eyðileggingu borgarinnar af völdum árásarhers. Sú árás hefur verið tímasett í kringum árið 1220 f. Kr., á tíma mýkensku menningarinnar svokölluðu en miðstöð hennar var borgin Mýkena á Pelópsskaga. Þaðan segir Hómer einmitt að forsprakki árásar Grikkja, konungurinn Agamemnon, hafi komið.

Því miður er þetta eitt af fáum dæmum um að fornleifafræði og grískar goðsögur eigi góða samleið. Einnig er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort tímasetning Trójustríðsins, ef rétt er, gefi til kynna að fleiri goðsögur eigi sér rætur í mýkenskri menningu. Goðsagan um Mínótáros, hálfan mann og hálft naut, þykir eiga samsvörun í minjum um nautadýrkun á Krít á mínóska tímanum (kenndan við sagnakonunginn Mínos), um 2600-1425 f. Kr. Kannski að sú tímasetning stemmi betur við upphaf grísku goðsagnanna.

Það er engin nýlunda að sagnfræðingar líti framhjá grískum goðsögum. Fræðimenn á borð við Platon töldu goðsögurnar vera skáldskap og goðaverurnar mun líkari mönnum en guðum. Í anda þessa hugsunarháttar setti Grikkinn Evhemeros fram þá kenningu á 3. öld f. Kr. að goðsögur fjalli í raun ekki um guði, heldur menn sem hafi skapað sér orðspor, með hetjudáðum, landvinningum eða öðrum stórvirkjum. Kenning Evhemerosar varð fræg en ýtti ekki undir sagnfræðilegar rannsóknir á efninu. Við höfum því einungis getgátur í höndunum um hvort guðir og hetjur grískra goðsagna hafi verið til.




Þrátt fyrir að uppruni hetjanna hverfi í móðu fortíðarinnar, gegna þessar fornu sögur, líkt og aðrar goðsögur, stóru hlutverki í nútímanum. Líklega erum við jafn upptekin af hetjusögum og Forngrikkir voru. Í rauninni getur hvaða saga sem er verið goðsaga, ef hún reynir á einhvern hátt að útskýra heiminn eða gera viðtakandanum grein fyrir stöðu sinni í heiminum. Goðsögur fornaldar höfðu augljóslega heimsfræðilega merkingu, eins og við þekkjum úr norrænni goðafræði, um Ásgarð, Miðgarð, Jötunheima, Miðgarðsorm og svo framvegis. Nútímagoðsögur bera með sér álíka merkingu. Þær skilgreina ekki síst hverjir tilheyra hverjum hópi, hverri þjóð eða menningu, hverjir eru vinir manns og fjölskylda og hverjir eru óvinirnir. Flestar kvikmyndir frá Hollywood (og raunar víðar að) reyna að búa til goðsögulega hetjur úr aðalpersónum, og vinsælustu myndir síðustu mánuða eru undir miklum áhrifum goðsagna, það eru myndirnar um Harry Potter og Hringadróttinssögu.

Áhrif Forngrikkja á vestræna menningu eru mikil og því hægt að ímynda sér að hetjudýrkun þeirra hafi áhrif á hetjudýrkun okkar. Annar möguleiki er að goðsögur og hetjudýrkun sé óaðskiljanlegur hluti samfélagsmyndarinnar, enda eru ekki til dæmi um þjóðfélag án goðsagna. Maðurinn býr sér alltaf til hugmyndafræði og til að viðhalda henni þarf goðsögur.

Til fróðleiks skal bent á svör við spurningunum Hvers vegna erum við til? og Hvað eru vísindi? hér á Vísindavefnum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

27.2.2003

Spyrjandi

Kristinn Hróbjartsson, f. 1989
Maríanna Ástmarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Unnar Árnason. „Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2003, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3178.

Unnar Árnason. (2003, 27. febrúar). Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3178

Unnar Árnason. „Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2003. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3178>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson)
  • Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson)
  • Voru Herkúles og allar hetjurnar grísku til? (Maríanna Ástmarsdóttir)


Grískar goðsögur hafa verið viðfangsefni fræðimanna úr mörgum vísindagreinum en fáir þeirra hafa verið sagnfræðingar. Hugtakið goðafræði er notað bæði um hugmyndaheim goðsagnanna og þau fræði sem kringum þær hafa spunnist. Á meðal þekktra fræðimanna sem hafa lagt goðafræði lið má nefna mannfræðingana James Frazer og Claude Lévi-Strauss, sálfræðingana Sigmund Freud og Carl Jung og loks bókmenntafræðinginn Joseph Campbell.

Skýringin á því af hverju sagnfræðin hefur lítið lagt lag sitt við goðafræði er líklega aldur sagnanna og heimildaskortur um þær. Elstu heimildir um gríska goðafræði og goðsögur, eru raktar til skáldanna Hómers og Hesíóds (Hesiódosar) sem talið er að hafi verið uppi á 8. öld f. Kr. Nákvæmari tímasetningar eru ekki til en hefðbundið er þó að telja að Hesíód sé yngri en Hómer. Um er að ræða hinar þekktu Hómerskviður (Ilíons- og Ódysseifskviðu) og kvæði Hesíóds, Verk og daga (Erga kai hemerai) og Guðakyn (Þeógóníu).

Eitt af fáum dæmum úr fornleifafræðinni sem rennir stoðum undir verk Hómers og Hesíóds, er uppgröftur Trójuborgar í núverandi Tyrklandi. Lengi vel var talið að Ilíonskviða Hómers væri hreinn skáldskapur, þangað til að Þjóðverjinn Heinrich Schliemann gróf upp Tróju árið 1873, og merki fundust um eyðileggingu borgarinnar af völdum árásarhers. Sú árás hefur verið tímasett í kringum árið 1220 f. Kr., á tíma mýkensku menningarinnar svokölluðu en miðstöð hennar var borgin Mýkena á Pelópsskaga. Þaðan segir Hómer einmitt að forsprakki árásar Grikkja, konungurinn Agamemnon, hafi komið.

Því miður er þetta eitt af fáum dæmum um að fornleifafræði og grískar goðsögur eigi góða samleið. Einnig er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort tímasetning Trójustríðsins, ef rétt er, gefi til kynna að fleiri goðsögur eigi sér rætur í mýkenskri menningu. Goðsagan um Mínótáros, hálfan mann og hálft naut, þykir eiga samsvörun í minjum um nautadýrkun á Krít á mínóska tímanum (kenndan við sagnakonunginn Mínos), um 2600-1425 f. Kr. Kannski að sú tímasetning stemmi betur við upphaf grísku goðsagnanna.

Það er engin nýlunda að sagnfræðingar líti framhjá grískum goðsögum. Fræðimenn á borð við Platon töldu goðsögurnar vera skáldskap og goðaverurnar mun líkari mönnum en guðum. Í anda þessa hugsunarháttar setti Grikkinn Evhemeros fram þá kenningu á 3. öld f. Kr. að goðsögur fjalli í raun ekki um guði, heldur menn sem hafi skapað sér orðspor, með hetjudáðum, landvinningum eða öðrum stórvirkjum. Kenning Evhemerosar varð fræg en ýtti ekki undir sagnfræðilegar rannsóknir á efninu. Við höfum því einungis getgátur í höndunum um hvort guðir og hetjur grískra goðsagna hafi verið til.




Þrátt fyrir að uppruni hetjanna hverfi í móðu fortíðarinnar, gegna þessar fornu sögur, líkt og aðrar goðsögur, stóru hlutverki í nútímanum. Líklega erum við jafn upptekin af hetjusögum og Forngrikkir voru. Í rauninni getur hvaða saga sem er verið goðsaga, ef hún reynir á einhvern hátt að útskýra heiminn eða gera viðtakandanum grein fyrir stöðu sinni í heiminum. Goðsögur fornaldar höfðu augljóslega heimsfræðilega merkingu, eins og við þekkjum úr norrænni goðafræði, um Ásgarð, Miðgarð, Jötunheima, Miðgarðsorm og svo framvegis. Nútímagoðsögur bera með sér álíka merkingu. Þær skilgreina ekki síst hverjir tilheyra hverjum hópi, hverri þjóð eða menningu, hverjir eru vinir manns og fjölskylda og hverjir eru óvinirnir. Flestar kvikmyndir frá Hollywood (og raunar víðar að) reyna að búa til goðsögulega hetjur úr aðalpersónum, og vinsælustu myndir síðustu mánuða eru undir miklum áhrifum goðsagna, það eru myndirnar um Harry Potter og Hringadróttinssögu.

Áhrif Forngrikkja á vestræna menningu eru mikil og því hægt að ímynda sér að hetjudýrkun þeirra hafi áhrif á hetjudýrkun okkar. Annar möguleiki er að goðsögur og hetjudýrkun sé óaðskiljanlegur hluti samfélagsmyndarinnar, enda eru ekki til dæmi um þjóðfélag án goðsagna. Maðurinn býr sér alltaf til hugmyndafræði og til að viðhalda henni þarf goðsögur.

Til fróðleiks skal bent á svör við spurningunum Hvers vegna erum við til? og Hvað eru vísindi? hér á Vísindavefnum.

Heimildir og myndir:

...