Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?

Jón Már Halldórsson

Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni?

Svarið við þeirri spurningu er ekki fullljóst, en algengt er að á afskekktum svæðum víða um heim hafi þróast fuglar sem töpuðu flughæfileikunum, svo sem kívífuglinn á Nýja-Sjálandi, emúinn í Ástralíu, dódófuglinn á Máritíus og geirfuglinn við strendur Norður-Atlantshafs. Sameiginlegt einkenni þessar svæða er að rándýr lifa/lifðu ekki þar á landi.
Mikið fæðuúrval Suðurhafanna gerði það að verkum að forfeður mörgæsanna leituð að fæðu í hafinu, og þróun og náttúruval hefur gert þær líkari sjávardýrum en fuglum. Mörgæsir hafa að vísu fiður en vængir þeirra eru líkari hreifum eða bægslum, fremur en fuglsvængjum. Líkamar mörgæsa eru straumlínulaga sem minnkar viðnám þegar þær synda og sundfimi þeirra er einstök, sérstaklega meðal fugla. Mörgæsir geta kafað niður á allt að 30 metra dýpi til að ná sér í fæðu.

DNA-rannsóknir benda til að fuglar af fýlungaætt (Procellariidae) sé sá hópur fugla sem skyldastur er mörgæsum. Til þeirrar ættar teljast tegundir eins og albatrossinn og fýllinn sem algengur er hér við land. Brúsar (Gaviidae) eru einnig skyldir mörgæsum, af ætt þeirra má nefna tvær tegundir sem verpa hér við land, himbrima (Gavia immer) og lóm (Gavia stellata).

Steingervingasaga mörgæsa er ekki vel þekkt en fræðimenn telja næsta öruggt að áar mörgæsa hafi verið fleygir fuglar sem smátt og smátt hafi helgað sig sjónum til fæðuöflunnar. Fræðimenn benda á mörg einhvers konar millistig, það er að segja fugla sem hafa öðlast sundhæfileika á kostnað flughæfileika sinna, samanber margar andategundir og fugla af brúsaætt.

Forfeður mörgæsanna numu land á mörgum afskekktum eyjum í Suðurhöfum og dreifðust víða, sem leiddi til æxlunarlegs aðskilnaðar milli fjarlægari hópa. Í tímans rás leiddi það til myndunnar ólíkra tegunda mörgæsa. Margar tegundir mörgæsa hafa komið fram, og voru sumar tegundirnar á stærð við menn, en núlifandi tegundir eru 18 talsins. Vísindamenn telja ástæðuna fyrir brotthvarfi stærri mörgæsa fyrst og fremst hafa verið samkeppni við hreifadýr (seli, sæfíla og sæljón) og hvali. Mögulegt er að mörgæsir hafi reynt landnám víðar en á suðurhvelinu en einhverjar aðstæður í vistkerfinu hafi hamlað gegn því, svo sem minna fæðuframboð í sjónum norðar í höfunum.

Hinn útdauði geirfugl (Alca impennis) fór svipaða þróunarleið og mörgæsin, tapaði hæfileikanum til flugs en helgaði sig hafinu. Þrátt fyrir að hann minni mjög á mörgæsir í útliti er hann ekkert skyldur þeim. Slík þróun þar sem óskyld dýr þróa svipaða eiginleika vegna þess að þau lifa við svipuð vistfræðileg skilyrði, nefnist í þróunarfræðinni samhliða þróun eða aðhneiging (e. convergence). Ótal dæmi eru um slíkt í náttúrunni, nefna má aðhneigingu úlfa og hins útdauða tasmaníutígurs, sem var pokadýr.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.2.2003

Spyrjandi

Þorsteinn Friðriksson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2003. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3179.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. febrúar). Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3179

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2003. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3179>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni?

Svarið við þeirri spurningu er ekki fullljóst, en algengt er að á afskekktum svæðum víða um heim hafi þróast fuglar sem töpuðu flughæfileikunum, svo sem kívífuglinn á Nýja-Sjálandi, emúinn í Ástralíu, dódófuglinn á Máritíus og geirfuglinn við strendur Norður-Atlantshafs. Sameiginlegt einkenni þessar svæða er að rándýr lifa/lifðu ekki þar á landi.
Mikið fæðuúrval Suðurhafanna gerði það að verkum að forfeður mörgæsanna leituð að fæðu í hafinu, og þróun og náttúruval hefur gert þær líkari sjávardýrum en fuglum. Mörgæsir hafa að vísu fiður en vængir þeirra eru líkari hreifum eða bægslum, fremur en fuglsvængjum. Líkamar mörgæsa eru straumlínulaga sem minnkar viðnám þegar þær synda og sundfimi þeirra er einstök, sérstaklega meðal fugla. Mörgæsir geta kafað niður á allt að 30 metra dýpi til að ná sér í fæðu.

DNA-rannsóknir benda til að fuglar af fýlungaætt (Procellariidae) sé sá hópur fugla sem skyldastur er mörgæsum. Til þeirrar ættar teljast tegundir eins og albatrossinn og fýllinn sem algengur er hér við land. Brúsar (Gaviidae) eru einnig skyldir mörgæsum, af ætt þeirra má nefna tvær tegundir sem verpa hér við land, himbrima (Gavia immer) og lóm (Gavia stellata).

Steingervingasaga mörgæsa er ekki vel þekkt en fræðimenn telja næsta öruggt að áar mörgæsa hafi verið fleygir fuglar sem smátt og smátt hafi helgað sig sjónum til fæðuöflunnar. Fræðimenn benda á mörg einhvers konar millistig, það er að segja fugla sem hafa öðlast sundhæfileika á kostnað flughæfileika sinna, samanber margar andategundir og fugla af brúsaætt.

Forfeður mörgæsanna numu land á mörgum afskekktum eyjum í Suðurhöfum og dreifðust víða, sem leiddi til æxlunarlegs aðskilnaðar milli fjarlægari hópa. Í tímans rás leiddi það til myndunnar ólíkra tegunda mörgæsa. Margar tegundir mörgæsa hafa komið fram, og voru sumar tegundirnar á stærð við menn, en núlifandi tegundir eru 18 talsins. Vísindamenn telja ástæðuna fyrir brotthvarfi stærri mörgæsa fyrst og fremst hafa verið samkeppni við hreifadýr (seli, sæfíla og sæljón) og hvali. Mögulegt er að mörgæsir hafi reynt landnám víðar en á suðurhvelinu en einhverjar aðstæður í vistkerfinu hafi hamlað gegn því, svo sem minna fæðuframboð í sjónum norðar í höfunum.

Hinn útdauði geirfugl (Alca impennis) fór svipaða þróunarleið og mörgæsin, tapaði hæfileikanum til flugs en helgaði sig hafinu. Þrátt fyrir að hann minni mjög á mörgæsir í útliti er hann ekkert skyldur þeim. Slík þróun þar sem óskyld dýr þróa svipaða eiginleika vegna þess að þau lifa við svipuð vistfræðileg skilyrði, nefnist í þróunarfræðinni samhliða þróun eða aðhneiging (e. convergence). Ótal dæmi eru um slíkt í náttúrunni, nefna má aðhneigingu úlfa og hins útdauða tasmaníutígurs, sem var pokadýr.

Heimildir og myndir:...