Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:
nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, samfélagsstöðu o.s.frv. (hvarf að mestu úr notkun í talmáli á síðari hluta 20. aldar).
Þetta er ekki upphafleg notkun persónufornafnanna vér, þér og eignarfornafnanna vor, yðar heldur voru þetta fleirtölumyndir fornafnanna. Ef átt var aðeins við tvo var notuð svokölluð tvítala, við, þið, okkar, ykkar. Í fornsögunum er því ekki verið að þéra þegar talað er til hóps með fornafninu þér heldur voru viðmælendurnir fleiri en tveir. Smám saman lagðist af að greina á milli tveggja og fleiri en tveggja. Tvítölumyndirnar við, þið, okkar, ykkar tóku við hlutverki fleirtölunnar en gömlu fleirtölumyndirnar vér, þér, vor, yðar fengu það hlutverk sem orðabókin lýsti. Af þessu má sjá að það sem við nú köllum þéringar tíðkaðist ekki í málinu frá upphafi.

Allt fram undir lok síðustu aldar tíðkaðist bæði í kaupstöðum og til sveita að tala til ókunnugra í þriðju persónu í kurteisisskyni. Þá var til dæmis sagt og persónan ávörpuð beint: ,,Má bjóða manninum/honum meira kaffi“ eða ,,Vill maðurinn/hann meira kaffi“. Þetta heyrist varla lengur.

Í Norðurlandamálum þekkjast þéringar vel þótt þær séu almennt á undanhaldi. Þær eru vel lifandi í þýsku og frönsku og fleiri Evrópumálum.


Japanar sýna einnig kurteisi með því að hneigja sig.

Mjög er ólíkt eftir málaættum hvernig kurteisisform eru táknuð. Japanar nota til dæmis til þess sérstök viðskeyti, fornöfn, orðasambönd og sérstakar sagnmyndir, Kínverjar nota einnig sérstakt kerfi fornafna og bæði for- og viðskeyti. Í indverskum málum eru notuð sérstök fornöfn og forskeyti. Enn önnur tungumál nýta sér sérstakar sagnir, nafnorð eða jafnvel upphrópanir. Tungumál heimsins eru ótalmörg og ólík og er því ekki hér unnt að svara því hvort þau notist öll við einhvers konar „þéringar“. Gera má ráð fyrir að í flestum þeirra sé unnt að ávarpa yfirvaldið á sérstakan upphafinn hátt.

Mynd:

Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:
Hvaða hlutverki gegna þéringar í tungumálum? Eru til þéringar í öllum tungumálum og hafa þær alltaf verið til? Hvenær lögðust þéringar af á Íslandi?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.5.2008

Spyrjandi

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
Jón Sigtryggsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2008, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31816.

Guðrún Kvaran. (2008, 23. maí). Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31816

Guðrún Kvaran. „Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2008. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31816>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?
Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:

nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, samfélagsstöðu o.s.frv. (hvarf að mestu úr notkun í talmáli á síðari hluta 20. aldar).
Þetta er ekki upphafleg notkun persónufornafnanna vér, þér og eignarfornafnanna vor, yðar heldur voru þetta fleirtölumyndir fornafnanna. Ef átt var aðeins við tvo var notuð svokölluð tvítala, við, þið, okkar, ykkar. Í fornsögunum er því ekki verið að þéra þegar talað er til hóps með fornafninu þér heldur voru viðmælendurnir fleiri en tveir. Smám saman lagðist af að greina á milli tveggja og fleiri en tveggja. Tvítölumyndirnar við, þið, okkar, ykkar tóku við hlutverki fleirtölunnar en gömlu fleirtölumyndirnar vér, þér, vor, yðar fengu það hlutverk sem orðabókin lýsti. Af þessu má sjá að það sem við nú köllum þéringar tíðkaðist ekki í málinu frá upphafi.

Allt fram undir lok síðustu aldar tíðkaðist bæði í kaupstöðum og til sveita að tala til ókunnugra í þriðju persónu í kurteisisskyni. Þá var til dæmis sagt og persónan ávörpuð beint: ,,Má bjóða manninum/honum meira kaffi“ eða ,,Vill maðurinn/hann meira kaffi“. Þetta heyrist varla lengur.

Í Norðurlandamálum þekkjast þéringar vel þótt þær séu almennt á undanhaldi. Þær eru vel lifandi í þýsku og frönsku og fleiri Evrópumálum.


Japanar sýna einnig kurteisi með því að hneigja sig.

Mjög er ólíkt eftir málaættum hvernig kurteisisform eru táknuð. Japanar nota til dæmis til þess sérstök viðskeyti, fornöfn, orðasambönd og sérstakar sagnmyndir, Kínverjar nota einnig sérstakt kerfi fornafna og bæði for- og viðskeyti. Í indverskum málum eru notuð sérstök fornöfn og forskeyti. Enn önnur tungumál nýta sér sérstakar sagnir, nafnorð eða jafnvel upphrópanir. Tungumál heimsins eru ótalmörg og ólík og er því ekki hér unnt að svara því hvort þau notist öll við einhvers konar „þéringar“. Gera má ráð fyrir að í flestum þeirra sé unnt að ávarpa yfirvaldið á sérstakan upphafinn hátt.

Mynd:

Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:
Hvaða hlutverki gegna þéringar í tungumálum? Eru til þéringar í öllum tungumálum og hafa þær alltaf verið til? Hvenær lögðust þéringar af á Íslandi?
...