Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið Beneventum er latneskt heiti bæjar sem í dag kallast Benevento. Hann er í Kampaníu á Suður-Ítalíu þar sem árnar Calore og Sabbato mætast. Í Benevento er sigurbogi Trajanusar frá árinu 114 e.Kr. sem sjá má á myndinni hér til hliðar og einnig vel varðveitt rómverskt leikhús.
Bærinn hét áður Maleventum en Rómverjar nefndu hann upp á nýtt Beneventum, enda merkja orðin male og bene annars vegar það sem er vont og hins vegar það sem er gott. Beneficium merkir til dæmis velvild eða greiði en maleficium er notað um illan verknað.
Einnig má geta þess að Öskjuhlíð er staður sem hefur verið nefndur Beneventum. Nafngiftin kemur frá skólapiltum Lærða skólans sem fóru þangað til að ráða fram úr mikilsverðum málum. Örnefnið Beneventum í Öskjuhlíðinni varð líklega til um það leyti sem "pereat-ið" varð í Lærða skólanum, en svo kallast uppþot nemenda í janúar 1850, gegn því að vera skyldaðir til þátttöku í bindindisfélagi skólans. Beneventum er vestanmegin í Öskjuhlíðinni, um 20 m norðaustan af malarstíg, undir hömrum ofarlega í hlíðinni við skógarjaðar.
Að lokum má nefna að Nemendafélag Menntaskólans í Hamrahlíð gefur út blað sem nefnist Beneventum.
Heimild og mynd:
JGÞ. „Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2009, sótt 15. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31862.
JGÞ. (2009, 2. apríl). Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31862
JGÞ. „Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2009. Vefsíða. 15. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31862>.