Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir)
  • Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðgeirsdóttir)

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Hvenær varð hvíti maðurinn til?, er talið að fyrstu mennirnir hafi stigið fæti á jörð fyrir um 150.000 árum, að öllum líkindum í Afríku. Agnar segir ennfremur um húðlit manna að hann sé í raun ekki hægt að flokka í einstaka liti, hann nái yfir vítt og samhangandi litróf. Þó megi greina að húðlitur manna dökkni eftir því hversu nálægt miðbaug forfeður þeirra hafa lifað.



Yfirleitt er nú talið að fyrstu mennirnir hafi komið fram í Afríku og því er líklegt að þeir hafi verið það sem við á Íslandi köllum svartir. Erfðafræðin virðist gefa sameiginlegan uppruna í Afríku til kynna eins og staðan er nú.

Breytileiki á húðlit manna er raunar lítið atriði miðað við hvað við erum öll lík á annan hátt. Það stafar annars vegar af því að tegundin er ung miðað við tímalengd milli kynslóða og hins vegar af blöndun innan stofnsins með þjóðflutningum og öðrum slíkum hreyfingum.

Mynd: Discover.com

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

28.2.2003

Spyrjandi

Dóra Þórhallsdóttir, f. 1984
Guðrún Andrea Friðgeirsdóttir, f. 1987

Tilvísun

UÁ. „Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3188.

UÁ. (2003, 28. febrúar). Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3188

UÁ. „Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3188>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir)
  • Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðgeirsdóttir)

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Hvenær varð hvíti maðurinn til?, er talið að fyrstu mennirnir hafi stigið fæti á jörð fyrir um 150.000 árum, að öllum líkindum í Afríku. Agnar segir ennfremur um húðlit manna að hann sé í raun ekki hægt að flokka í einstaka liti, hann nái yfir vítt og samhangandi litróf. Þó megi greina að húðlitur manna dökkni eftir því hversu nálægt miðbaug forfeður þeirra hafa lifað.



Yfirleitt er nú talið að fyrstu mennirnir hafi komið fram í Afríku og því er líklegt að þeir hafi verið það sem við á Íslandi köllum svartir. Erfðafræðin virðist gefa sameiginlegan uppruna í Afríku til kynna eins og staðan er nú.

Breytileiki á húðlit manna er raunar lítið atriði miðað við hvað við erum öll lík á annan hátt. Það stafar annars vegar af því að tegundin er ung miðað við tímalengd milli kynslóða og hins vegar af blöndun innan stofnsins með þjóðflutningum og öðrum slíkum hreyfingum.

Mynd: Discover.com...