Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:29 • Sest 15:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:45 • Síðdegis: 15:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:00 • Síðdegis: 22:17 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál?

Guðrún Kvaran

Erfitt er að segja til um hver fyrstur notar eitthvert orð nema saga fylgi orðinu eins og dæmi eru um. Elsta dæmi um þjóðarsál í safni Orðabókar Háskólans er úr bréfi Valtýs Guðmundssonar til stjúpa síns árið 1910. Hann segir: „Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk.” Næsta dæmi er síðan úr blaðinu Óðni frá 1920 þar sem segir: „Og svo gæti farið, að þau (þ.e. auðæfin) kostuðu eilífa glötun þjóðarsálarinnar.” Dæmum fer ekki að fjölga fyrr en kemur fram á miðja tuttugustu öld.

Jón Þorkelsson málfræðingur og kennari gaf út orðabók í þremur bindum 1894-1897, Supplement til islandske Ordbøger, þar sem hann safnaði saman orðum sem ekki höfðu komist í orðabækur. Meðal þeirra er fjöldi nýrra orða frá 19. öld. Hann hefur þjóðarsál ekki með sem bendir til þess að hann hafi ekki þekkt orðið því að margar sambærilegar samsetningar er þar að finna.

Orðið þjóðarsál er ekki heldur í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920-1924. Sigfús og samstarfsmenn hans hafa því ekki rekist á það við söfnun sína.

Allt þetta bendir til að farið hafi verið að nota orðið snemma á 20. öld en hver notaði það fyrstur er enn hulið.

Mynd: Alþingi

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.2.2003

Spyrjandi

Jón Ingi Sigurbjörnsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál? “ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2003. Sótt 1. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=3189.

Guðrún Kvaran. (2003, 28. febrúar). Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3189

Guðrún Kvaran. „Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál? “ Vísindavefurinn. 28. feb. 2003. Vefsíða. 1. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3189>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál?
Erfitt er að segja til um hver fyrstur notar eitthvert orð nema saga fylgi orðinu eins og dæmi eru um. Elsta dæmi um þjóðarsál í safni Orðabókar Háskólans er úr bréfi Valtýs Guðmundssonar til stjúpa síns árið 1910. Hann segir: „Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk.” Næsta dæmi er síðan úr blaðinu Óðni frá 1920 þar sem segir: „Og svo gæti farið, að þau (þ.e. auðæfin) kostuðu eilífa glötun þjóðarsálarinnar.” Dæmum fer ekki að fjölga fyrr en kemur fram á miðja tuttugustu öld.

Jón Þorkelsson málfræðingur og kennari gaf út orðabók í þremur bindum 1894-1897, Supplement til islandske Ordbøger, þar sem hann safnaði saman orðum sem ekki höfðu komist í orðabækur. Meðal þeirra er fjöldi nýrra orða frá 19. öld. Hann hefur þjóðarsál ekki með sem bendir til þess að hann hafi ekki þekkt orðið því að margar sambærilegar samsetningar er þar að finna.

Orðið þjóðarsál er ekki heldur í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920-1924. Sigfús og samstarfsmenn hans hafa því ekki rekist á það við söfnun sína.

Allt þetta bendir til að farið hafi verið að nota orðið snemma á 20. öld en hver notaði það fyrstur er enn hulið.

Mynd: Alþingi...