Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er þotuliðið kallað svo?

EMB



Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn.

Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slíkum ferðamáta sem hefur sjálfsagt dofnað eftir því sem fleiri gátu leyft sér þennan munað. Núna er orðið þotulið kannski helst notað um ákveðinn hóp fólks sem er mikið í sviðsljósinu en það hvort viðkomandi fólk ferðast mikið með þotum skiptir minna máli nú en það gerði fyrir hálfri öld.

Mynd: Jet Set On the Net

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

3.3.2003

Spyrjandi

Guðmundur Þorsteinsson

Efnisorð

Tilvísun

EMB. „Af hverju er þotuliðið kallað svo?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3190.

EMB. (2003, 3. mars). Af hverju er þotuliðið kallað svo? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3190

EMB. „Af hverju er þotuliðið kallað svo?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3190>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er þotuliðið kallað svo?


Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn.

Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slíkum ferðamáta sem hefur sjálfsagt dofnað eftir því sem fleiri gátu leyft sér þennan munað. Núna er orðið þotulið kannski helst notað um ákveðinn hóp fólks sem er mikið í sviðsljósinu en það hvort viðkomandi fólk ferðast mikið með þotum skiptir minna máli nú en það gerði fyrir hálfri öld.

Mynd: Jet Set On the Net...