Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:21 • Sest 14:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:54 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:00 • Síðdegis: 19:45 í Reykjavík

Geta kettir orðið þunglyndir?

Jón Már Halldórsson

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi.

Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta önnur. Þeir hafa minni matarlyst, árásarhneigð þeirra vex, þeir snyrta sig minna en ella og sýna öllu ytra umhverfi minni áhuga en vanalega. Margir starfsmenn rannsóknarstofnana hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun meðal tilraunadýra, svo sem sjálfsköðun og sauráti.

Menn sem hafa reynslu af rekstri dýragarða segja að hegðun dýra í dýragörðum nútímans sé allt önnur en áður fyrr. Dýrin eru ekki lengur geymd í litlum hólfum með rimlum og steinsteyptu gólfi heldur er reynt að hafa umhverfi þeirra rúmgott og eins náttúrlegt og hægt er. Þeir sem hafa aldur til muna eflaust eftir þunglyndu ljónunum í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Dýrin í dýragörðum nútímans eru virkari og leika sér mikið, en áður fyrr voru þau árásargjörn og löt, en að mati atferlisfræðinga benti það hreinlega til þunglyndis.Fyrir fáeinum árum kom höfundur þessa svars við í dýragarði í evrópskri borg þar sem tígrisdýr var geymt á litlum reit og gekk stöðugt í hringi. Samkvæmt dýralækni þá bendir slíkt atferli til þunglyndis líkt og fangar sem hafðir eru í þröngum klefum geta þjáðst af.

Mönnum hefur orðið ljóst, sérstaklega í tengslum við alla umræðu um "mannúðlega meðferð" á dýrum, að þau eru ekki sálar- og tilfinningalaus heldur búa yfir flóknu tilfinningalífi líkt og mannfólkið. Menn sem hafa reynt að réttlæta slæma meðferð á dýrum hafa einmitt gripið til þeirrar röksemdar að dýr skorti allar tilfinningar. Ýmis fyrirtæki í lyfja- og snyrtiiðnaði hafa reynt að ýta undir slík rök en kröfur um aðbúnað tilraunadýra hafa engu að síður farið vaxandi. Mörg dýraverndunarsamtök hafa barist gegn notkun tilraunadýra, sérstaklega í snyrtivörugeiranum. Margar ógeðfelldar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum í þeim iðnaði og dýravinir benda á að þær þjóni ekki beint hagsmunum mannkyns eins og hægt er að færa rök fyrir um tilraunir í lyfjaiðnaði.

Orsök þunglyndis í dýrum, líkt og hjá þunglyndri manneskju, er truflun á taugaboðefnabúskap í heila. Þessi búskapur er mjög áþekkur í heilum flestra spendýra. En hvað á að gera fyrir þunglyndan kött? Dýralæknar benda gæludýraeigendum á að sinna dýrinu betur, sýna því ástúð og umhyggju, en eftir því sem best er vitað er enn ekki hægt að kaupa "gleðipillur" fyrir ketti eða önnur dýr í Bandaríkjunum! Fyrst er þó nauðsynlegt að ganga úr skugga um það að gæludýrið sé ekki haldið neinum líkamlegum sjúkdómi sem getur haft slík áhrif á lundarfar dýrsins.

Þeim sem vilja fræðast meira um þunglyndi meðal dýra er bent á vefsetrin tvö:

Mynd af þunglyndri kisu: HB

Mynd af tígrisdýri: The Tiger's Lair

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2003

Spyrjandi

Gunnar Ágústuson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir orðið þunglyndir?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2003. Sótt 6. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3192.

Jón Már Halldórsson. (2003, 3. mars). Geta kettir orðið þunglyndir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3192

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir orðið þunglyndir?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2003. Vefsíða. 6. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta kettir orðið þunglyndir?
Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi.

Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta önnur. Þeir hafa minni matarlyst, árásarhneigð þeirra vex, þeir snyrta sig minna en ella og sýna öllu ytra umhverfi minni áhuga en vanalega. Margir starfsmenn rannsóknarstofnana hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun meðal tilraunadýra, svo sem sjálfsköðun og sauráti.

Menn sem hafa reynslu af rekstri dýragarða segja að hegðun dýra í dýragörðum nútímans sé allt önnur en áður fyrr. Dýrin eru ekki lengur geymd í litlum hólfum með rimlum og steinsteyptu gólfi heldur er reynt að hafa umhverfi þeirra rúmgott og eins náttúrlegt og hægt er. Þeir sem hafa aldur til muna eflaust eftir þunglyndu ljónunum í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Dýrin í dýragörðum nútímans eru virkari og leika sér mikið, en áður fyrr voru þau árásargjörn og löt, en að mati atferlisfræðinga benti það hreinlega til þunglyndis.Fyrir fáeinum árum kom höfundur þessa svars við í dýragarði í evrópskri borg þar sem tígrisdýr var geymt á litlum reit og gekk stöðugt í hringi. Samkvæmt dýralækni þá bendir slíkt atferli til þunglyndis líkt og fangar sem hafðir eru í þröngum klefum geta þjáðst af.

Mönnum hefur orðið ljóst, sérstaklega í tengslum við alla umræðu um "mannúðlega meðferð" á dýrum, að þau eru ekki sálar- og tilfinningalaus heldur búa yfir flóknu tilfinningalífi líkt og mannfólkið. Menn sem hafa reynt að réttlæta slæma meðferð á dýrum hafa einmitt gripið til þeirrar röksemdar að dýr skorti allar tilfinningar. Ýmis fyrirtæki í lyfja- og snyrtiiðnaði hafa reynt að ýta undir slík rök en kröfur um aðbúnað tilraunadýra hafa engu að síður farið vaxandi. Mörg dýraverndunarsamtök hafa barist gegn notkun tilraunadýra, sérstaklega í snyrtivörugeiranum. Margar ógeðfelldar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum í þeim iðnaði og dýravinir benda á að þær þjóni ekki beint hagsmunum mannkyns eins og hægt er að færa rök fyrir um tilraunir í lyfjaiðnaði.

Orsök þunglyndis í dýrum, líkt og hjá þunglyndri manneskju, er truflun á taugaboðefnabúskap í heila. Þessi búskapur er mjög áþekkur í heilum flestra spendýra. En hvað á að gera fyrir þunglyndan kött? Dýralæknar benda gæludýraeigendum á að sinna dýrinu betur, sýna því ástúð og umhyggju, en eftir því sem best er vitað er enn ekki hægt að kaupa "gleðipillur" fyrir ketti eða önnur dýr í Bandaríkjunum! Fyrst er þó nauðsynlegt að ganga úr skugga um það að gæludýrið sé ekki haldið neinum líkamlegum sjúkdómi sem getur haft slík áhrif á lundarfar dýrsins.

Þeim sem vilja fræðast meira um þunglyndi meðal dýra er bent á vefsetrin tvö:

Mynd af þunglyndri kisu: HB

Mynd af tígrisdýri: The Tiger's Lair...