Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?

Doktor.is

Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot.

Undir venjulegum kringumstæðum eru ýmsar örverur á húðinni, bæði bakteríur og sveppir, og eru þær nauðsynlegar líkamanum. Sveppirnir lifa á dauðum húðfrumum, hári og nöglum og eru yfirleitt skaðlausir. Við ákveðnar aðstæður getur þeim hins vegar fjölgað of mikið og þá myndast sýking. Þessar sýkingar geta ýmist verið af völdum einnar sveppategundar eða tengdar öðrum húðsjúkdómum.

Fótsveppir eru mjög algengur sjúkdómur en talið er að á hverjum tíma séu um 10% einstaklinga með fótsveppi. Oftast fer fyrst að bera á honum á unglingsárum og er hann algengur hjá fullorðnum en sjaldgæfari hjá börnum. Sveppirnir þrífast best í röku og heitu umhverfi og því eru kjöraðstæður til vaxtar hjá einstaklingum sem ganga langtímum í lokuðum skóm og þeim sem þrífa og þurrka fæturna illa þannig að húðin helst rök. Smásár á húð og nöglum hjálpa sveppunum einnig að dafna.

Fótsveppir eru smitandi og smitast bæði við beina og óbeina snertingu til dæmis með handklæðum, skóm, sokkum og af gólfum. Einnig berst smit með vatni svo sem í heitum pottum og sundlaugum. Fótsveppir eru ýmist tímabundið vandamál eða geta komið aftur og aftur þegar meðhöndlun er hætt og orðið þannig langvarandi vandamál.

Sýkingin byrjar á milli tánna og getur svo færst undir ilina, en fer sjaldnast upp á ristina. Einkennin eru einkum kláði og jafnvel sviði á sýktu húðsvæði, útbrot, roði og bólga. Önnur einkenni eru blöðrumyndanir, sem vessi getur lekið úr og skorpa myndast yfir, þurr og sprungin húð og þykkar, hrufóttar og gulleitar neglur.

Þykkar, hrufóttar og gulleitar neglur eru dæmigerð einkenni fótsveppa.

Aukin smithætta er hjá einstaklingum sem ganga mikið í lokuðum skóm, skóm úr gúmmí eða í íþróttaskóm. Sérstaklega má nefna íþróttafólk sem áhættuhóp, en á ensku nefnist sjúkdómurinn einmitt athlete´s foot.

Til þess að reyna að koma í veg fyrir fótsveppi ætti að þvo fæturna daglega með vatni og sápu og láta þá þorna vel áður en farið er í sokka eða skó. Gott er að þurrka fæturna með hárblásara því þannig næst betur allur raki úr ystu húðlögunum. Nota ætti bómullar- eða ullarsokka en forðast sokka úr gerviefnum þar sem þeir halda raka að fætinum. Það getur verið ráðlegt að skipta um sokka að minnsta kosti tvisvar á dag og oftar ef þarf. Mikilvægt er að skipta um sokka í hvert sinn sem fólk svitnar á fótunum. Forðast ætti skó úr gerviefnum en ganga í leðurskóm, og best er að ganga í opnum skófatnaði. Gott er að skipta um skó eftir hvern dag þannig að þeir nái að þorna vel á milli. Loks má benda á að það getur verið gagnlegt að púðra fæturna og jafnvel skóna að innanverðu með talkúmi sem inniheldur sveppalyf og nota þá efni sem innihalda virku efnin clotrimazole eða miconazole.

Oft er hægt að halda fótsveppum í skefjum með fyrirbyggjandi aðferðum en ef það dugar ekki má reyna svæðisbundna meðferð með sveppadrepandi lyfjum sem hægt er að kaupa í næstu lyfjaverslun. Fótsveppir geta verið á mjög mismunandi stigum hvað varðar útbreiðslu og svörun við meðferð. Algengast er að þeir svari hefðbundinni meðferð vel, en koma gjarnan aftur þegar meðferð er hætt. Í öllum tilfellum er þó nauðsynlegt að stunda fyrirbyggjandi aðgerðir. Helstu fylgikvillar fótsveppa eru bakteríusýkingar í húð, sem jafnvel getur dreift sér, og aukaverkanir lyfja þegar lyfjainntaka er notuð við meðferð.

Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is og birt hér með örlitlum breytingum.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.5.2008

Spyrjandi

Stefán Þór Jónsson, f. 1991

Tilvísun

Doktor.is. „Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2008. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31934.

Doktor.is. (2008, 22. maí). Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31934

Doktor.is. „Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2008. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31934>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?
Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot.

Undir venjulegum kringumstæðum eru ýmsar örverur á húðinni, bæði bakteríur og sveppir, og eru þær nauðsynlegar líkamanum. Sveppirnir lifa á dauðum húðfrumum, hári og nöglum og eru yfirleitt skaðlausir. Við ákveðnar aðstæður getur þeim hins vegar fjölgað of mikið og þá myndast sýking. Þessar sýkingar geta ýmist verið af völdum einnar sveppategundar eða tengdar öðrum húðsjúkdómum.

Fótsveppir eru mjög algengur sjúkdómur en talið er að á hverjum tíma séu um 10% einstaklinga með fótsveppi. Oftast fer fyrst að bera á honum á unglingsárum og er hann algengur hjá fullorðnum en sjaldgæfari hjá börnum. Sveppirnir þrífast best í röku og heitu umhverfi og því eru kjöraðstæður til vaxtar hjá einstaklingum sem ganga langtímum í lokuðum skóm og þeim sem þrífa og þurrka fæturna illa þannig að húðin helst rök. Smásár á húð og nöglum hjálpa sveppunum einnig að dafna.

Fótsveppir eru smitandi og smitast bæði við beina og óbeina snertingu til dæmis með handklæðum, skóm, sokkum og af gólfum. Einnig berst smit með vatni svo sem í heitum pottum og sundlaugum. Fótsveppir eru ýmist tímabundið vandamál eða geta komið aftur og aftur þegar meðhöndlun er hætt og orðið þannig langvarandi vandamál.

Sýkingin byrjar á milli tánna og getur svo færst undir ilina, en fer sjaldnast upp á ristina. Einkennin eru einkum kláði og jafnvel sviði á sýktu húðsvæði, útbrot, roði og bólga. Önnur einkenni eru blöðrumyndanir, sem vessi getur lekið úr og skorpa myndast yfir, þurr og sprungin húð og þykkar, hrufóttar og gulleitar neglur.

Þykkar, hrufóttar og gulleitar neglur eru dæmigerð einkenni fótsveppa.

Aukin smithætta er hjá einstaklingum sem ganga mikið í lokuðum skóm, skóm úr gúmmí eða í íþróttaskóm. Sérstaklega má nefna íþróttafólk sem áhættuhóp, en á ensku nefnist sjúkdómurinn einmitt athlete´s foot.

Til þess að reyna að koma í veg fyrir fótsveppi ætti að þvo fæturna daglega með vatni og sápu og láta þá þorna vel áður en farið er í sokka eða skó. Gott er að þurrka fæturna með hárblásara því þannig næst betur allur raki úr ystu húðlögunum. Nota ætti bómullar- eða ullarsokka en forðast sokka úr gerviefnum þar sem þeir halda raka að fætinum. Það getur verið ráðlegt að skipta um sokka að minnsta kosti tvisvar á dag og oftar ef þarf. Mikilvægt er að skipta um sokka í hvert sinn sem fólk svitnar á fótunum. Forðast ætti skó úr gerviefnum en ganga í leðurskóm, og best er að ganga í opnum skófatnaði. Gott er að skipta um skó eftir hvern dag þannig að þeir nái að þorna vel á milli. Loks má benda á að það getur verið gagnlegt að púðra fæturna og jafnvel skóna að innanverðu með talkúmi sem inniheldur sveppalyf og nota þá efni sem innihalda virku efnin clotrimazole eða miconazole.

Oft er hægt að halda fótsveppum í skefjum með fyrirbyggjandi aðferðum en ef það dugar ekki má reyna svæðisbundna meðferð með sveppadrepandi lyfjum sem hægt er að kaupa í næstu lyfjaverslun. Fótsveppir geta verið á mjög mismunandi stigum hvað varðar útbreiðslu og svörun við meðferð. Algengast er að þeir svari hefðbundinni meðferð vel, en koma gjarnan aftur þegar meðferð er hætt. Í öllum tilfellum er þó nauðsynlegt að stunda fyrirbyggjandi aðgerðir. Helstu fylgikvillar fótsveppa eru bakteríusýkingar í húð, sem jafnvel getur dreift sér, og aukaverkanir lyfja þegar lyfjainntaka er notuð við meðferð.

Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is og birt hér með örlitlum breytingum.

Myndir: