Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað eignarfall.
Margir líta svo á að -konar hafi týnt hlutverki sínu sem nafnorð, það sé nú aðeins viðskeyti í atviksorðum eða lýsingarorðum. Þannig er orðið greint í Íslenskri orðabók Eddu (2002:802). Ásgeir Blöndal Magnússon hefur -konar sem sérstaka flettu í Íslenskri orðsifjabók (1989:493) og segir að það sé notað sem síðari liður samsetninga. Hann getur ekki um kyn en vísar í nafnorðið konur.
Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað eignarfall.
Margir líta svo á að -konar hafi týnt hlutverki sínu sem nafnorð, það sé nú aðeins viðskeyti í atviksorðum eða lýsingarorðum. Þannig er orðið greint í Íslenskri orðabók Eddu (2002:802). Ásgeir Blöndal Magnússon hefur -konar sem sérstaka flettu í Íslenskri orðsifjabók (1989:493) og segir að það sé notað sem síðari liður samsetninga. Hann getur ekki um kyn en vísar í nafnorðið konur.
