Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Ívar Daði Þorvaldsson

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands.

Fyrsta seðlaröð landssjóðs var gefin út samkvæmt lögum nr. 14, 18. september 1885. 5 króna seðillinn var tekinn í notkun 21. september 1886, 10 króna seðillinn 6. júlí 1886, og 50 króna seðillinn 30. júlí 1886. Þessir seðlar voru í gildi þar til að ákveðið var að gefa út nýja samkvæmt lögum nr. 47, 10. nóvember 1905. Allir seðlar landssjóðs voru innkallaðir en innlausnarfresturinn rann út 31. janúar 1909.

Á öllum fyrstu seðlunum er á framhliðinni mynd af Kristjáni IX Danakonungi, bakhliðin á 5 og 10 króna seðlunum er auð en á 50 króna seðlinum er mynd af fjallkonunni.

Fyrstu íslensku krónurnar:






Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Þetta svar var á sínum tíma eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið var í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2003

Spyrjandi

Kjartan Sigurðsson, f. 1989

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3199.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2003, 4. mars). Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3199

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3199>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?
Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands.

Fyrsta seðlaröð landssjóðs var gefin út samkvæmt lögum nr. 14, 18. september 1885. 5 króna seðillinn var tekinn í notkun 21. september 1886, 10 króna seðillinn 6. júlí 1886, og 50 króna seðillinn 30. júlí 1886. Þessir seðlar voru í gildi þar til að ákveðið var að gefa út nýja samkvæmt lögum nr. 47, 10. nóvember 1905. Allir seðlar landssjóðs voru innkallaðir en innlausnarfresturinn rann út 31. janúar 1909.

Á öllum fyrstu seðlunum er á framhliðinni mynd af Kristjáni IX Danakonungi, bakhliðin á 5 og 10 króna seðlunum er auð en á 50 króna seðlinum er mynd af fjallkonunni.

Fyrstu íslensku krónurnar:






Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Þetta svar var á sínum tíma eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið var í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....