Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?

Anna Þyrí Hálfdánardóttir

Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann 26. janúar 1926, en sá dagur er talinn marka upphaf sjónvarpsins.

John Logie Baird við hliðina á fyrsta sjónvarpssendinum.

Sjónvarpsmyndin var upphaflega aðeins 30 lóðréttar línur í rauðu og svörtu. BBC notaði það kerfi Bairds árið 1929 og fyrsta sjónvarpsmyndin með hljóði var send út 1930. Í júlí sama ár var fyrsta sjónvarpsleikritið sent út hjá BBC. Það hét Maðurinn með blómið í munni eftir Luigi Pirandello. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á á endurgerð leikritsins frá 1967, með upprunalegri tækni frá 1930.

Þegar BBC hóf reglulegar sjónvarpsútsendingar árið 1936, stóð valið á milli vélræns kerfis Bairds og rafbylgjukerfis þróað af fyrirtæki Guglielmo Marconis, þess sem fann upp útvarpið. BBC valdi rafbylgjukerfið og öll þróun sjónvarps hefur verið því tengd eftir það. Baird hélt þó áfram að þróa sjónvarpstæknina, hann kynnti litasjónvarp árið 1928 og er sagður hafa unnið að þrívíddarsjónvarpi til dánardægurs árið 1946.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Valhúsaskóla

Útgáfudagur

5.3.2003

Spyrjandi

Hrund Snorradóttir, Soffía Hlynsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3203.

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. (2003, 5. mars). Hver fann upp sjónvarpið og hvenær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3203

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3203>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?
Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann 26. janúar 1926, en sá dagur er talinn marka upphaf sjónvarpsins.

John Logie Baird við hliðina á fyrsta sjónvarpssendinum.

Sjónvarpsmyndin var upphaflega aðeins 30 lóðréttar línur í rauðu og svörtu. BBC notaði það kerfi Bairds árið 1929 og fyrsta sjónvarpsmyndin með hljóði var send út 1930. Í júlí sama ár var fyrsta sjónvarpsleikritið sent út hjá BBC. Það hét Maðurinn með blómið í munni eftir Luigi Pirandello. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á á endurgerð leikritsins frá 1967, með upprunalegri tækni frá 1930.

Þegar BBC hóf reglulegar sjónvarpsútsendingar árið 1936, stóð valið á milli vélræns kerfis Bairds og rafbylgjukerfis þróað af fyrirtæki Guglielmo Marconis, þess sem fann upp útvarpið. BBC valdi rafbylgjukerfið og öll þróun sjónvarps hefur verið því tengd eftir það. Baird hélt þó áfram að þróa sjónvarpstæknina, hann kynnti litasjónvarp árið 1928 og er sagður hafa unnið að þrívíddarsjónvarpi til dánardægurs árið 1946.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...