Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðar í heild sinni svona:

Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira?

Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar teljast alls 47 tegundir. Kengúrur lifa ekki einungis í Ástralíu eins og flestir myndu halda, heldur einnig á Tasmaníu, Papúa-Nýju Gíneu, Bismarck-eyjum og ein tegund hefur verið flutt suður til Nýja-Sjálands og vegnar henni vel.
Kengúrur eignast einn unga árlega. Unginn (á ensku nefnist hann 'joey') er afar vanþroskaður eftir mjög stutta meðgöngu (30 dagar), hann er um 2 cm við fæðingu og vegur um 1 gramm. Unginn skríður í kviðpoka móður sinnar og heldur sig þar og drekkur móðurmjólkina í 7-10 mánuði (breytilegt eftir tegundum). Í kviðpokanum eru fjórir spenar sem næra ungann. Strax eftir að kvenkengúran hefur fætt ungann er hún reiðubúin til mökunar á nýjan leik. Eftir frjóvgun þroskast fóstrið í um eina viku og fer síðan í einhvers konar dvalarstig sem lýkur þegar unginn hefur yfirgefið kviðpoka móður sinnar.

Þrjár stærstu tegundirnar tilheyra allar ættkvíslinni Macropus. Þær eru grákengúran (Macropus canguru), hefur einnig verið nefnd á fræðimáli M. giganteus eða M. major, Wallaroo (enska heitið, M. robustus á latínu) og rauðkengúran (M.rufus).

Grákengúran lifir á opnum svæðum í Austur- og Suðvestur-Ástralíu og á Tasmaníu. Talsverður litabreytileiki er á henni eftir svæðum. Hún er silfurgrá og tiltölulega síðhærð á strandsvæðunum í A-Ástralíu, en inn til landsins er feldurinn mun dekkri. Rauðkengúran er stærst kengúra. Hún finnst um alla Ástralíu inni í landi. Karldýrin geta orðið allt að 200 cm á hæð og vegið um 90 kg. Wallaroo-kengúran finnst einnig um alla Ástralíu, aðallega á klettasvæðum (nema í Viktoríuríki). Margt er sameiginlegt með félagslegu atferli þessara tegunda. Þær halda sig í stórum hópum þar sem sterkasta karldýrið ríkir yfir. Hann beitir minni og veikari karldýr ofbeldi, til dæmis með því að sparka, bíta og boxa þau niður. Ástralir kalla þessi forystudýr boomers.

Þessar kengúrutegundir eru þekktar fyrir stökk sín, þær hlaupa ekki heldur hoppa. Þær geta stokkið feiknalangt eða allt að 9 metra á miklum hraða, raunar er óopinbert heimsmet kengúra í langstökki 13,5 metri! Þær fara einnig hratt yfir og geta náð allt að 50 km hraða á klukkustund.

Svokallaðar trjákengúrur (af ættkvíslinni Dendrolagus) eru nokkuð minni. Þrjár tegundir lifa í skóglendi Papúa-Nýju Gíneu og tvær tegundir þéttum skógum í Queenslandríki í Ástralíu. Þær eru með minni eyru, og hlutfallslega styttri afturlappir en tegundirnar af ættkvíslini Macropus. Þær eyða deginum uppi í trjám, en þegar skyggja tekur fara þær niður á jörðina og éta ávexti, lauf og gras. Trjákengúrur hoppa ekki heldur ganga.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2003

Spyrjandi

Benta Briem, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2003. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3216.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. mars). Hvað getið þið sagt mér um kengúrur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3216

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2003. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3216>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:

Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira?

Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar teljast alls 47 tegundir. Kengúrur lifa ekki einungis í Ástralíu eins og flestir myndu halda, heldur einnig á Tasmaníu, Papúa-Nýju Gíneu, Bismarck-eyjum og ein tegund hefur verið flutt suður til Nýja-Sjálands og vegnar henni vel.
Kengúrur eignast einn unga árlega. Unginn (á ensku nefnist hann 'joey') er afar vanþroskaður eftir mjög stutta meðgöngu (30 dagar), hann er um 2 cm við fæðingu og vegur um 1 gramm. Unginn skríður í kviðpoka móður sinnar og heldur sig þar og drekkur móðurmjólkina í 7-10 mánuði (breytilegt eftir tegundum). Í kviðpokanum eru fjórir spenar sem næra ungann. Strax eftir að kvenkengúran hefur fætt ungann er hún reiðubúin til mökunar á nýjan leik. Eftir frjóvgun þroskast fóstrið í um eina viku og fer síðan í einhvers konar dvalarstig sem lýkur þegar unginn hefur yfirgefið kviðpoka móður sinnar.

Þrjár stærstu tegundirnar tilheyra allar ættkvíslinni Macropus. Þær eru grákengúran (Macropus canguru), hefur einnig verið nefnd á fræðimáli M. giganteus eða M. major, Wallaroo (enska heitið, M. robustus á latínu) og rauðkengúran (M.rufus).

Grákengúran lifir á opnum svæðum í Austur- og Suðvestur-Ástralíu og á Tasmaníu. Talsverður litabreytileiki er á henni eftir svæðum. Hún er silfurgrá og tiltölulega síðhærð á strandsvæðunum í A-Ástralíu, en inn til landsins er feldurinn mun dekkri. Rauðkengúran er stærst kengúra. Hún finnst um alla Ástralíu inni í landi. Karldýrin geta orðið allt að 200 cm á hæð og vegið um 90 kg. Wallaroo-kengúran finnst einnig um alla Ástralíu, aðallega á klettasvæðum (nema í Viktoríuríki). Margt er sameiginlegt með félagslegu atferli þessara tegunda. Þær halda sig í stórum hópum þar sem sterkasta karldýrið ríkir yfir. Hann beitir minni og veikari karldýr ofbeldi, til dæmis með því að sparka, bíta og boxa þau niður. Ástralir kalla þessi forystudýr boomers.

Þessar kengúrutegundir eru þekktar fyrir stökk sín, þær hlaupa ekki heldur hoppa. Þær geta stokkið feiknalangt eða allt að 9 metra á miklum hraða, raunar er óopinbert heimsmet kengúra í langstökki 13,5 metri! Þær fara einnig hratt yfir og geta náð allt að 50 km hraða á klukkustund.

Svokallaðar trjákengúrur (af ættkvíslinni Dendrolagus) eru nokkuð minni. Þrjár tegundir lifa í skóglendi Papúa-Nýju Gíneu og tvær tegundir þéttum skógum í Queenslandríki í Ástralíu. Þær eru með minni eyru, og hlutfallslega styttri afturlappir en tegundirnar af ættkvíslini Macropus. Þær eyða deginum uppi í trjám, en þegar skyggja tekur fara þær niður á jörðina og éta ávexti, lauf og gras. Trjákengúrur hoppa ekki heldur ganga.

Heimildir og myndir:...