Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Kristján Freyr Helgason

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja traust sitt á því annað er vart í boði. Þetta kann að útiloka annars ágæta spúna sem aldrei eru prófaðir á sannfærandi hátt. Íslendingar hafa reynst ótrúlega fastheldnir á þá spúna sem þeir nota og þá aðeins af ákveðnum litum. Nægir þar að nefna spúna frá ABU, Toby (svartur, silfur og kopar), Reflex (appelsínugulur) og loks Droppen (kopar og silfur). Það fyrirtæki framleiðir kynstrin öll af öðrum spúnum en hefðin er sterk í þessum efnum.

Í bók sinni, Urriðadans, segir Össur Skarphéðinsson frá spúni sem var afar veiðinn og svo þekktur að hann fékk sitt eigið nafn og kallaðist „Púkinn“. Í bókinni segir að þetta sílislíki hafi í upphafi verið hannað fyrir geddur og sverðfiska en virkaði afbragðsvel fyrir urriðann í Þingvallavatni. Þetta var 25 cm langt agn, gert úr tré og hafði liðamót sem fengu hann til að hlykkjast um í vatninu. Púkinn var dökkblár á baki, með fölrauðar doppur á hliðum, hafði gulleita slikju á kvið en rauða sporðblöku. Púkinn er orðinn þjóðsögn og markaður af fjölda viðureigna við stórurriða og tryggði eigendum sínum veiði þegar allt annað agn brást.

Fyrir framleiðendur er spúnn er ekki bara spúnn. Þeir eru hannaðir sérstaklega fyrir ákveðnar tegundir fiska, koma í margvíslegum litum, stærðum og þyndum, allt eftir því á hversu djúpu vatni þeim er ætlað til að veiða á, hversu hratt þeim er ætlað að sökkva og hversu hratt veiðimaðurinn ætlar að draga hann og svo framvegis. Sumir spúnar líkja eftir bráð veiðidýrsins, þannig líkir Toby eftir sandsíli (lat. Ammodytes tobianus) sem er helsta fæða sjóbirtings í hafinu, en öðrum er ætlað að hafa lokkandi hreyfingar, jafnvel líkja eftir særðum smáfiskum. Þá hefur litur mikil áhrif á sýnileika spúnsins í vatninu og þar með athygli veiðidýrsins og nokkrar gerðir spúna eru einnig hannaðar til að gefa frá sér lokkandi hljóð.

Íslenska orðið spúnn eða spónn er dregið af enska orðinu spoon sem þýðir skeið. Þekkt er að sumir veiðimenn búa til sína eigin spúna með því að hluta skeiðar í tvennt, í ílangt skaft og breitt blað, koma fyrir sigurnöglum og þríkrækjum og veiða ekkert síður en næsti maður. Hjá bandaríska pöntunarlistanum Cabelas geta menn nálgast afar mikið af íhlutum til spúnagerðar og sett saman sínar eigin gerðir, ekki ólíkt því þegar fluguveiðimenn hnýta sínar eigin flugur. Reyndar má segja að þar sé spúnagerðin á sama stalli og fluguhnýtingar, mikilvæg viðbót fyrir veiðimenn sem eru þungt haldnir af veiðidellunni.

Að endingu má segja að hið fornkveðna gildi, „veldur sá sem á heldur.“ Þetta kann að hafa áhrif á það hversu veiðnir spúnar (og einstakir spúnaveiðimenn) eru. Þeir sem veiða með spún vita að þar ráða margvísleg atriði stundum meiru um árangur en hvaða spúnn er á færinu hverju sinni. Þá erum við að tala um kast- og dráttarstefnu, dráttarhraða og þá dýpt sem spúnninn veiðir á.

Heimildir og mynd:
  • Abu Garcia. (2002). Napp och Nytt. Malmö:Ahlquist & Co
  • Össur Skarphéðinsson. (1996). Urriðadans. Reykjavík: Mál og menning
  • Vefsetur Abu Garcia
  • www.cabelas.com

Höfundur

sjávarútvegsfræðingur

Útgáfudagur

10.3.2003

Spyrjandi

Ingi Eggert, f. 1985

Tilvísun

Kristján Freyr Helgason. „Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2003, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3217.

Kristján Freyr Helgason. (2003, 10. mars). Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3217

Kristján Freyr Helgason. „Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2003. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?
Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja traust sitt á því annað er vart í boði. Þetta kann að útiloka annars ágæta spúna sem aldrei eru prófaðir á sannfærandi hátt. Íslendingar hafa reynst ótrúlega fastheldnir á þá spúna sem þeir nota og þá aðeins af ákveðnum litum. Nægir þar að nefna spúna frá ABU, Toby (svartur, silfur og kopar), Reflex (appelsínugulur) og loks Droppen (kopar og silfur). Það fyrirtæki framleiðir kynstrin öll af öðrum spúnum en hefðin er sterk í þessum efnum.

Í bók sinni, Urriðadans, segir Össur Skarphéðinsson frá spúni sem var afar veiðinn og svo þekktur að hann fékk sitt eigið nafn og kallaðist „Púkinn“. Í bókinni segir að þetta sílislíki hafi í upphafi verið hannað fyrir geddur og sverðfiska en virkaði afbragðsvel fyrir urriðann í Þingvallavatni. Þetta var 25 cm langt agn, gert úr tré og hafði liðamót sem fengu hann til að hlykkjast um í vatninu. Púkinn var dökkblár á baki, með fölrauðar doppur á hliðum, hafði gulleita slikju á kvið en rauða sporðblöku. Púkinn er orðinn þjóðsögn og markaður af fjölda viðureigna við stórurriða og tryggði eigendum sínum veiði þegar allt annað agn brást.

Fyrir framleiðendur er spúnn er ekki bara spúnn. Þeir eru hannaðir sérstaklega fyrir ákveðnar tegundir fiska, koma í margvíslegum litum, stærðum og þyndum, allt eftir því á hversu djúpu vatni þeim er ætlað til að veiða á, hversu hratt þeim er ætlað að sökkva og hversu hratt veiðimaðurinn ætlar að draga hann og svo framvegis. Sumir spúnar líkja eftir bráð veiðidýrsins, þannig líkir Toby eftir sandsíli (lat. Ammodytes tobianus) sem er helsta fæða sjóbirtings í hafinu, en öðrum er ætlað að hafa lokkandi hreyfingar, jafnvel líkja eftir særðum smáfiskum. Þá hefur litur mikil áhrif á sýnileika spúnsins í vatninu og þar með athygli veiðidýrsins og nokkrar gerðir spúna eru einnig hannaðar til að gefa frá sér lokkandi hljóð.

Íslenska orðið spúnn eða spónn er dregið af enska orðinu spoon sem þýðir skeið. Þekkt er að sumir veiðimenn búa til sína eigin spúna með því að hluta skeiðar í tvennt, í ílangt skaft og breitt blað, koma fyrir sigurnöglum og þríkrækjum og veiða ekkert síður en næsti maður. Hjá bandaríska pöntunarlistanum Cabelas geta menn nálgast afar mikið af íhlutum til spúnagerðar og sett saman sínar eigin gerðir, ekki ólíkt því þegar fluguveiðimenn hnýta sínar eigin flugur. Reyndar má segja að þar sé spúnagerðin á sama stalli og fluguhnýtingar, mikilvæg viðbót fyrir veiðimenn sem eru þungt haldnir af veiðidellunni.

Að endingu má segja að hið fornkveðna gildi, „veldur sá sem á heldur.“ Þetta kann að hafa áhrif á það hversu veiðnir spúnar (og einstakir spúnaveiðimenn) eru. Þeir sem veiða með spún vita að þar ráða margvísleg atriði stundum meiru um árangur en hvaða spúnn er á færinu hverju sinni. Þá erum við að tala um kast- og dráttarstefnu, dráttarhraða og þá dýpt sem spúnninn veiðir á.

Heimildir og mynd:
  • Abu Garcia. (2002). Napp och Nytt. Malmö:Ahlquist & Co
  • Össur Skarphéðinsson. (1996). Urriðadans. Reykjavík: Mál og menning
  • Vefsetur Abu Garcia
  • www.cabelas.com
...