Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?

Ármann Höskuldsson

Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál.



Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljóst má vera af myndinni að slíkur viðburður mynda hafa mjög mikil áhrif á höfuðborgarsvæðinu.



Seinni myndin sýnir áhrifasvæði 5 metra hárrar flóðbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Samanborið við fyrri myndina yrðu áhrifin mun minni og myndu einskorðast við strandlengjuna. Mestur skaði yrði á Seltjarnarnesi og Álftanesi.

Loks ber að leggja á það áherslu að líkur á þessum viðburði í náttúru Íslands eru sáralitlar. Jafnframt ber að nefna það að eldfjöll eins og Snæfellsjökull sofa mjög vært á milli eldgosa. Þau eru seinvakin, þannig að gera má ráð fyrir því að fyrirvari á eldgosi í Snæfellsjökli verði æði langur eða allt að 1-2 ár.

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

11.3.2003

Spyrjandi

Snædís Snorradóttir, f. 1992

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3223.

Ármann Höskuldsson. (2003, 11. mars). Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3223

Ármann Höskuldsson. „Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3223>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?
Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál.



Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljóst má vera af myndinni að slíkur viðburður mynda hafa mjög mikil áhrif á höfuðborgarsvæðinu.



Seinni myndin sýnir áhrifasvæði 5 metra hárrar flóðbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Samanborið við fyrri myndina yrðu áhrifin mun minni og myndu einskorðast við strandlengjuna. Mestur skaði yrði á Seltjarnarnesi og Álftanesi.

Loks ber að leggja á það áherslu að líkur á þessum viðburði í náttúru Íslands eru sáralitlar. Jafnframt ber að nefna það að eldfjöll eins og Snæfellsjökull sofa mjög vært á milli eldgosa. Þau eru seinvakin, þannig að gera má ráð fyrir því að fyrirvari á eldgosi í Snæfellsjökli verði æði langur eða allt að 1-2 ár....