Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefnd, Reykjavík) er skýringin: „(um eðlisstærðir, gögn, ferli og búnað). Sem breytist á samfelldan hátt, er settur fram með stærð sem breytist á samfelldan hátt eða notar gögn, sett fram á þennan hátt”.
Að baki liggur nafnorðið flaumur í merkingunni 'straumur' það er eitthvað sem streymir áfram. Talað er um flaum í ám ef straumur er mikill. Andheiti orðsins flaumrænn er stafrænn notað um það „sem breytist og fær gildi aðeins í föstum þrepskiptum stærðum” (Íslensk orðabók 2002:1449). Það sem er flaumrænt rennur því áfram en það sem er stafrænt breytist í þrepum.
Guðrún Kvaran. „Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2003, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3224.
Guðrún Kvaran. (2003, 12. mars). Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3224
Guðrún Kvaran. „Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2003. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3224>.