Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skötuselur með stórar tennur?

Kristján Freyr Helgason




Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli skötusels eru flestar gerðir botn- og flatfiska, krabbadýr og stærri hryggleysingjar. Einnig er þekkt að kafandi fuglar lendi stundum í kjafti hans.

Skötuselur getur orðið allt að 200 cm langur en stærsti skötuselurinn, sem vitað er til að veiðst hafi við Ísland, var 134 cm og veiddist hann á Öræfagrunni 1996. Skötuselur er mjög hausstór og kjaftvíður og nær neðri kjálkinn fram fyrir þann efri. Kjafturinn er alsettur þéttstæðum og afar hvössum tönnum sem vísa allar aftur. Skoltarnir hafa tvær raðir af tönnum en gómbein og plógbein hafa eina. Þessi ógnvekjandi skoltur og frábær felulitur skötuselsins, sem tekur breytingum eftir botnlagi, gera hann að miklu vígatóli og engin bráð sleppur frá honum, nái hann á annað borð að læsa skoltunum um hana.




Um stærð tanna skötuselsins er það að segja að þær eru stórar og margar, egghvassar og ógnvekjandi og fara stækkandi með stærð fisksins. En kannski segja góðar myndir meira en þúsund orð.

Heimildir og myndir:

Höfundur

sjávarútvegsfræðingur

Útgáfudagur

12.3.2003

Spyrjandi

Brynja Hjálmsdóttir, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Kristján Freyr Helgason. „Hvað er skötuselur með stórar tennur?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3228.

Kristján Freyr Helgason. (2003, 12. mars). Hvað er skötuselur með stórar tennur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3228

Kristján Freyr Helgason. „Hvað er skötuselur með stórar tennur?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3228>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skötuselur með stórar tennur?



Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli skötusels eru flestar gerðir botn- og flatfiska, krabbadýr og stærri hryggleysingjar. Einnig er þekkt að kafandi fuglar lendi stundum í kjafti hans.

Skötuselur getur orðið allt að 200 cm langur en stærsti skötuselurinn, sem vitað er til að veiðst hafi við Ísland, var 134 cm og veiddist hann á Öræfagrunni 1996. Skötuselur er mjög hausstór og kjaftvíður og nær neðri kjálkinn fram fyrir þann efri. Kjafturinn er alsettur þéttstæðum og afar hvössum tönnum sem vísa allar aftur. Skoltarnir hafa tvær raðir af tönnum en gómbein og plógbein hafa eina. Þessi ógnvekjandi skoltur og frábær felulitur skötuselsins, sem tekur breytingum eftir botnlagi, gera hann að miklu vígatóli og engin bráð sleppur frá honum, nái hann á annað borð að læsa skoltunum um hana.




Um stærð tanna skötuselsins er það að segja að þær eru stórar og margar, egghvassar og ógnvekjandi og fara stækkandi með stærð fisksins. En kannski segja góðar myndir meira en þúsund orð.

Heimildir og myndir:...