Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?

Gísli Sigurðsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Gestumblinda í Hervarar sögu og Heiðreks. Á báðum stöðum afhjúpar hann sjálfan sig með ofangreindri spurningu og hlýtur sigur í keppninni. Óðinn einn veit hverju hann hvíslaði í eyra Baldri á líkbörunum.

Í Hervarar sögu og Heiðreks (sem er talin með fornaldarsögum) spyr Óðinn eða Gestumblindi:
"Segðu það þá hinst ef þú ert hverjum konungi vitrari:

Hvað mælti Óðinn

í eyra Baldri,

áður hann væri á bál hafiður?"

Heiðrekur konungur segir: "Það veistu einn, rög vættur." Og þá bregður Heiðrekur Tyrfingi og höggur til hans en Óðinn brást þá í valslíki og fló á brott.
Í Vafþrúðnismálum ber Óðinn spurninguna fram með þessum hætti:
54

"Fjöld eg fór,

fjöld eg freistaðag,

fjöld eg reynda regin.

Hvað mælti Óðinn,

áður á bál stigi,

sjálfur í eyra syni?"

Vafþrúðnir kvað:

55

"Ey manni það veit

hvað þú í árdaga

sagðir í eyra syni.

Feigum munni

mælta eg mína forna stafi

og um ragnarök."

Vafþrúðnir kvað:

56

"Nú eg við Óðin deildag

mína orðspeki,

þú ert æ vísastur vera."
Ekki verður við okkur dauðlega fræðimenn sakast þótt við stöndum á gati andspænis þeirri spurningu sem hefur orðið jötnum og konungum að falli til forna.

Heimildir:

Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning, 1998.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

6.4.2000

Spyrjandi

Haukur Þorgeirsson, f. 1980

Tilvísun

Gísli Sigurðsson. „Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=323.

Gísli Sigurðsson. (2000, 6. apríl). Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=323

Gísli Sigurðsson. „Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=323>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Gestumblinda í Hervarar sögu og Heiðreks. Á báðum stöðum afhjúpar hann sjálfan sig með ofangreindri spurningu og hlýtur sigur í keppninni. Óðinn einn veit hverju hann hvíslaði í eyra Baldri á líkbörunum.

Í Hervarar sögu og Heiðreks (sem er talin með fornaldarsögum) spyr Óðinn eða Gestumblindi:
"Segðu það þá hinst ef þú ert hverjum konungi vitrari:

Hvað mælti Óðinn

í eyra Baldri,

áður hann væri á bál hafiður?"

Heiðrekur konungur segir: "Það veistu einn, rög vættur." Og þá bregður Heiðrekur Tyrfingi og höggur til hans en Óðinn brást þá í valslíki og fló á brott.
Í Vafþrúðnismálum ber Óðinn spurninguna fram með þessum hætti:
54

"Fjöld eg fór,

fjöld eg freistaðag,

fjöld eg reynda regin.

Hvað mælti Óðinn,

áður á bál stigi,

sjálfur í eyra syni?"

Vafþrúðnir kvað:

55

"Ey manni það veit

hvað þú í árdaga

sagðir í eyra syni.

Feigum munni

mælta eg mína forna stafi

og um ragnarök."

Vafþrúðnir kvað:

56

"Nú eg við Óðin deildag

mína orðspeki,

þú ert æ vísastur vera."
Ekki verður við okkur dauðlega fræðimenn sakast þótt við stöndum á gati andspænis þeirri spurningu sem hefur orðið jötnum og konungum að falli til forna.

Heimildir:

Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning, 1998....