Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er talað um bjarnargreiða?

Orðatiltækið að gera einhverjum bjarnargreiða 'gera eitthvað í greiðaskyni við einhvern en það verður honum til skaða' er erlent að uppruna. Það hefur líklegast borist í íslensku úr dönsku, gøre nogen en bjørnetjeneste, en þar er það þekkt frá miðri 19.öld. Orðatiltækið er einnig til í þýsku, jemand einen Bährendienst erweisen.

Að baki liggur saga eftir franska rithöfundinn La Fontaine (1621-1695) um einsetumann sem átti taminn björn. Björninn mat húsbónda sinn mikils og vildi allt fyrir hann gera. Dag einn, þegar einsetumaðurinn hafði lagt sig, sóttu að honum flugur sem ónáðuðu hann í svefni. Björninn veitti þessu athygli og vildi bægja flugunum frá höfði húsbónda síns. Hann lamdi því á flugurnar með hrammi sínum en ekki fór betur en svo að hann malaði hauskúpuna.

Mynd af La Fontaine: Beasts and Citizens

Útgáfudagur

13.3.2003

Spyrjandi

Brynjar Kristjánsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um bjarnargreiða?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2003. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3231.

Guðrún Kvaran. (2003, 13. mars). Af hverju er talað um bjarnargreiða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3231

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um bjarnargreiða?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2003. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3231>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.