Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?

Sævar Helgi BragasonVogin er eitt ógreinilegasta stjörnumerki dýrahringsins svonefnda. Engar goðafræðilegar sagnir eru taldar tengjast merkinu en þess má þó geta að vogin er tákn réttlætis. Hinn frægi forn-gríski stjörnufræðingur Ptólmæos sagði merkið vera hluta af Sporðdrekanum, klær hans, en stjörnurnar σ (Sigma) Librae, eða Zubenalgubi, og β táknuðu norður- og suðurkló Sporðdrekans.

β (Beta) eða Zubenelschemale, eina stjarnan sem sést með berum augum er sögð sýna græn litbrigði. Hvort þetta er satt eða ekki verður athugandinn að dæma fyrir sig sjálfur, en flestir myndu telja hana hvíta. Hún er um 100 sinnum bjartari en sólin.

α (Alfa) eða Zubenelgenubi, samanstendur af tveimur stjörnum af birtustigi 2,8 og 5,2 sem auðvelt er að greina í sundur í handsjónauka. Ekki er mikið um áhugaverð fyrirbæri í stjörnumerkinu en δ (Delta) Librae er breytistjarna af Algol-gerð sem breytir birtu sinni úr 5,9 í 4,9 á 2,33 dögum. Einnig eru nokkrar aðrar breytistjörnur í merkinu af öðrum gerðum sem gæti verið gaman að skoða. Í merkinu eru auk þess nokkrar vetrarbrautir sem einungis er hægt að sjá í gegnum góðan stjörnusjónauka.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, 1999.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

13.3.2003

Spyrjandi

Brynjar Darri Jónasson, f. 1991
Sindri Sigfússon, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2003. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3235.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 13. mars). Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3235

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2003. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3235>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?


Vogin er eitt ógreinilegasta stjörnumerki dýrahringsins svonefnda. Engar goðafræðilegar sagnir eru taldar tengjast merkinu en þess má þó geta að vogin er tákn réttlætis. Hinn frægi forn-gríski stjörnufræðingur Ptólmæos sagði merkið vera hluta af Sporðdrekanum, klær hans, en stjörnurnar σ (Sigma) Librae, eða Zubenalgubi, og β táknuðu norður- og suðurkló Sporðdrekans.

β (Beta) eða Zubenelschemale, eina stjarnan sem sést með berum augum er sögð sýna græn litbrigði. Hvort þetta er satt eða ekki verður athugandinn að dæma fyrir sig sjálfur, en flestir myndu telja hana hvíta. Hún er um 100 sinnum bjartari en sólin.

α (Alfa) eða Zubenelgenubi, samanstendur af tveimur stjörnum af birtustigi 2,8 og 5,2 sem auðvelt er að greina í sundur í handsjónauka. Ekki er mikið um áhugaverð fyrirbæri í stjörnumerkinu en δ (Delta) Librae er breytistjarna af Algol-gerð sem breytir birtu sinni úr 5,9 í 4,9 á 2,33 dögum. Einnig eru nokkrar aðrar breytistjörnur í merkinu af öðrum gerðum sem gæti verið gaman að skoða. Í merkinu eru auk þess nokkrar vetrarbrautir sem einungis er hægt að sjá í gegnum góðan stjörnusjónauka.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, 1999.
...