Skógarþrösturinn, sem heitir Turdus iliacus á latínu, verpir í Norður-Evrópu og Síberíu, og er einnig nokkuð algengur á Íslandi. Hér á landi er hann að mestu leyti farfugl og fer til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu. Hann er um 21 cm á lengd.
Áreiðanlegar heimildir segja til um að hámarksaldur starra sé 20 ár og glóbrystings um 13 ár. Sömu heimildir áætla að hámarksaldur skógarþrastar sé um 19 ár og verður það teljast sennileg tala.
Hægt er að lesa meira um hvar skógarþrestir og aðrir spörfuglar eiga sér náttstað á Suðurlandi á Vísindavefnum í svari eftir Jóhann Óla Hilmarsson.
Heimildir og mynd:- How long do birds live? á vefsetrinu uk.rec.birdwatching
- Turdus iliacus á Birdguides
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.