Umræðan um þetta á að nokkru leyti rætur í sérstökum einkennum í mörgum erlendum málum, einkennum sem eru hins vegar ekki fyrir hendi í íslensku. Í ensku er til dæmis talað um "the nineties" sem eru þau ár sem enda á tölunum 90-99. Danir tala á sama hátt um "halvfemserne" og Svíar um "nitti-talet" eða "nittio-talet". Þetta tímabil endar að sjálfsögðu í lok ársins -99. Ennfremur er stundum talað um "the 1900´s" eða "the nineteenhundreds" í ensku, "nittenhundredetallet" eða "1900-tallet" í dönsku og "nittonhundratalet" í sænsku. Það tímabil endaði um áramótin 1999/2000. Á sama tíma gerðist það einnig að allir fjórir stafirnir í ártalinu breyttust og hefði það alveg getað verið gild og nægileg ástæða til að gera sér sérstakan dagamun. En ekkert af þessu segir til um að þarna hafi verið mót áratuga, alda eða árþúsunda, síst af öllu samkvæmt íslenskri málvenju þar sem ekki er til nein hliðstæða við orðalagið sem hér var lýst. Hugsum okkur röð af kúlum sem eru þræddar upp á band. Við ætlum að telja kúlurnar sem eru að minnsta kosti á annað hundrað. Við byrjum að telja 1, 2, 3, ..., og þegar við erum búin að telja 10 kúlur segjumst við vera búin að telja fyrsta tuginn. Við getum bent á þessar fyrstu 10 kúlur og sagt: "Þetta er einn tugur af kúlum, fyrsti tugurinn í talningunni." Þegar við höfum talið fyrstu tólf kúlurnar bendum við á þær sem fyrstu tylftina, og þegar við höfum talið 100 kúlur eru þær á sama hátt fyrsta hundraðið. Í öðrum tugnum eru kúlur númer 11-20 og svo framvegis. Fyrsti og annar tugurinn af kúlum "mætast" augljóslega milli tíundu og elleftu kúlu, önnur og þriðja tylftin mætast milli kúlna númer 24 og 25 og hundruð mætast milli kúlu nr. 100 og 101. Þegar við horfum nú á tímatalið frá þessu sjónarhorni skiptir greinilega ekki öllu máli hvort árið 0 (núll) hefði verið til eða ekki. Menn hefðu þá auk þess þurft að áskilja að það væri "fyrsta ár" tímatalsins til þess að geta komist að þeirri niðurstöðu að fyrsta tuginum lyki í lok ársins 9 og svo framvegis. En hvorugt var gert, árið 0 var aldrei til og þaðan af síður var það nokkurn tímann skilgreint sem fyrsta ár tímatalsins. Þannig leiða öll rök óhjákvæmilega til þeirrar niðurstöðu sem lýst er í upphafi máls. Um þetta má lesa nánar, með meiri áherslu á tímatalið sjálft en hér er, í ritgerð eftir Þorstein Sæmundsson um spurninguna á vefsíðu Almanaks Háskólans.
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Umræðan um þetta á að nokkru leyti rætur í sérstökum einkennum í mörgum erlendum málum, einkennum sem eru hins vegar ekki fyrir hendi í íslensku. Í ensku er til dæmis talað um "the nineties" sem eru þau ár sem enda á tölunum 90-99. Danir tala á sama hátt um "halvfemserne" og Svíar um "nitti-talet" eða "nittio-talet". Þetta tímabil endar að sjálfsögðu í lok ársins -99. Ennfremur er stundum talað um "the 1900´s" eða "the nineteenhundreds" í ensku, "nittenhundredetallet" eða "1900-tallet" í dönsku og "nittonhundratalet" í sænsku. Það tímabil endaði um áramótin 1999/2000. Á sama tíma gerðist það einnig að allir fjórir stafirnir í ártalinu breyttust og hefði það alveg getað verið gild og nægileg ástæða til að gera sér sérstakan dagamun. En ekkert af þessu segir til um að þarna hafi verið mót áratuga, alda eða árþúsunda, síst af öllu samkvæmt íslenskri málvenju þar sem ekki er til nein hliðstæða við orðalagið sem hér var lýst. Hugsum okkur röð af kúlum sem eru þræddar upp á band. Við ætlum að telja kúlurnar sem eru að minnsta kosti á annað hundrað. Við byrjum að telja 1, 2, 3, ..., og þegar við erum búin að telja 10 kúlur segjumst við vera búin að telja fyrsta tuginn. Við getum bent á þessar fyrstu 10 kúlur og sagt: "Þetta er einn tugur af kúlum, fyrsti tugurinn í talningunni." Þegar við höfum talið fyrstu tólf kúlurnar bendum við á þær sem fyrstu tylftina, og þegar við höfum talið 100 kúlur eru þær á sama hátt fyrsta hundraðið. Í öðrum tugnum eru kúlur númer 11-20 og svo framvegis. Fyrsti og annar tugurinn af kúlum "mætast" augljóslega milli tíundu og elleftu kúlu, önnur og þriðja tylftin mætast milli kúlna númer 24 og 25 og hundruð mætast milli kúlu nr. 100 og 101. Þegar við horfum nú á tímatalið frá þessu sjónarhorni skiptir greinilega ekki öllu máli hvort árið 0 (núll) hefði verið til eða ekki. Menn hefðu þá auk þess þurft að áskilja að það væri "fyrsta ár" tímatalsins til þess að geta komist að þeirri niðurstöðu að fyrsta tuginum lyki í lok ársins 9 og svo framvegis. En hvorugt var gert, árið 0 var aldrei til og þaðan af síður var það nokkurn tímann skilgreint sem fyrsta ár tímatalsins. Þannig leiða öll rök óhjákvæmilega til þeirrar niðurstöðu sem lýst er í upphafi máls. Um þetta má lesa nánar, með meiri áherslu á tímatalið sjálft en hér er, í ritgerð eftir Þorstein Sæmundsson um spurninguna á vefsíðu Almanaks Háskólans.
Útgáfudagur
6.4.2000
Spyrjandi
Helgi Valberg
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2000, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=324.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 6. apríl). Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=324
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2000. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=324>.