Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?

Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur:

En unglingur af óvananum ei vill láta

lítt gegnandi boði blíðu

en bitur varð af reiði og stríðu.

Aðalsteinn Eyþórsson skrifaði pistil um orðið unglingur sem finna má hér á heimasíðu Orðabókar Háskólans. Þar dró hann saman það sem helst er um orðið að segja og vísa ég lesendum þangað.

Útgáfudagur

14.3.2003

Spyrjandi

Áslaug Guðjónsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2003. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3240.

Guðrún Kvaran. (2003, 14. mars). Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3240

Guðrún Kvaran. „Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2003. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3240>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.