Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að það verði fáeinum dögum eftir að þeim lýkur.



Sáðfrumur geta frjóvgað eggfrumu allt að 3 dögum eftir sáðlát, þótt algengast sé að frjóvgun verði 12 - 24 klukkustundum seinna. Ennfremur stafa blæðingar frá leggöngum ekki alltaf af tíðablæðingum. Stundum verða smáblæðingar í kjölfar eggloss, einmitt þegar frjósemin er mest.



Því er möguleiki á þungun hvenær sem samfarir eiga sér stað, þar sem það er svo erfitt að vita hvenær konan er frjósöm og hversu lífsseigar sáðfrumurnar eru.

Heimild:

www.kidshealth.org

Myndir: The Ohio University

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2003

Spyrjandi

Eva Dögg Þorkelsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2003, sótt 2. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3243.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 17. mars). Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3243

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2003. Vefsíða. 2. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?
Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að það verði fáeinum dögum eftir að þeim lýkur.



Sáðfrumur geta frjóvgað eggfrumu allt að 3 dögum eftir sáðlát, þótt algengast sé að frjóvgun verði 12 - 24 klukkustundum seinna. Ennfremur stafa blæðingar frá leggöngum ekki alltaf af tíðablæðingum. Stundum verða smáblæðingar í kjölfar eggloss, einmitt þegar frjósemin er mest.



Því er möguleiki á þungun hvenær sem samfarir eiga sér stað, þar sem það er svo erfitt að vita hvenær konan er frjósöm og hversu lífsseigar sáðfrumurnar eru.

Heimild:

www.kidshealth.org

Myndir: The Ohio University...